Veikt fólk á internetinu

Ég tek undir með Mattíasi Ásgeirssyni um veikt fólk á internetinu. Ástæða þess að ég skrifa þessu stuttu grein er sú staðreynd að ég er þessa stundina undir skítaárás fólks sem er alvarlega veikt og með alvarlegar ranghugmyndir um heiminn. Þetta fólk rekur vefinn kryppa.com, þar sem alllir eru á móti öllum og heimurinn er bara eitt stórt samsæri.

Ástæða þess að þetta sjúka fólk á kryppa.com ræðst á mig er sú staðreynd að ég hef útilokað það frá mínu bloggi og ég hef brugðist vil tilraunum þess til þess að spamma þetta blogg. Ég hef einnig ákveðið að banna þetta fólk héðan hreint og beint. Hérna er nýjasta dæmið um það hvernig þetta sjúka fólk á kryppa.com ræðst á mig og mína persónu. Þetta fólk gerir það án þess svo mikið sem að skammast sín. Síðan toppar þetta fólk vitleysuna með því að móðgast þegar enginn vill tala við það, eða bara yfirhöfuð sjá vitleysuna sem frá þeim kemur. Það hafa komið nokkuð margar greinar frá þessu fólki um mig og mína persónu á þessum vef. Þetta er allt saman þvæla og af svipaðri gerð og sést í greinni sem ég vísa í hérna að framan.

Ég hef persónulega fengið nóg af þessu, enda er mínum tíma betur varið heldur en að verja mig fyrir svona sjúku fólki á internetinu. Þetta verður vonandi mín eina grein um þetta mál og hegðun þessa fólks. Hinsvegar er þetta fólk óútreiknanlegt með öllu og það má alveg reikna með því að árásir aukist á mig í kjölfarið á þessum bloggskrifum mínum um þetta sjúka fólk. Ég læt það hinsvegar ekki stoppa mig. Mér dettur það ekki einu sinni í huga að stoppa útaf nokkrum sjúkum einstaklingum á internetinu. Enda hafa þeir þá náð fram markmiði sínu. Að þagga niður í því fólki sem þeir eru ósammála.

Greinar Mattíasar í tengslum við þetta.

Veikt fólk á netinu (orvitinn.com)
Andvarp (orvitinn.com)

10 Replies to “Veikt fólk á internetinu”

  1. Þú tröllar síður hægri og vinstri með þessari gerfipersónu herra Matti Örviti. Ég er búinn að sjá í gegnum þetta Jónfrímann gerfi þitt. Jón Frímann er til en hann er ekki að blogga svona dellu endalaust. Fékkstu leyfi hjá honum að nota nafnið hans?

    Finnst þér, Matti, í lagi að búa til gerfipersónur með þráhyggju sem tröllríða saklausum bloggsíðum grunlausra netverja sem halda að þeir séu að tala við einhvern Jón Frímann. Kannski er ég of harður við þig. Þessi persóna er bara nokkuð vel heppnuð. Asparagus helkennið, ESB della, trúlaus(að sjálfsögðu) og flúinn til Danmerkur til að sleppa við að borga Icesave og IMF lánin.

    p.s. svo tek ég skjámynd af þessu ef þú birtir þetta ekki og senda öllum sem ég þekki ekki.

  2. Notandinn sem er hérna að ofan sem kallar sig Jón Valur Alice Björnsson er tröll og er almennt bannaður héðan. Ég ætla þó að leyfa þessari athugasemd að standa, svo að fólk átti sig almennilega á þeim sjúkleika sem hérna er á ferðinni.

    Þessi aðili er einn af þeim sem stendur á bak við vefinn kryppa.com sem ég tala um hérna í bloggfærslunni að ofan.

  3. Enn heldur þú áfram að kalla mig sjúkan. Ég er búinn að kvarta yfir þessu ítrekað og þú ekki aðeins heldur áfram heldur bætir í. Finnst þér í lagi að koma svona fram við fólk. Þú uppnefnir fólk og talar illa um allt og alla eins og þú fáir borgað fyrir það. Færðu borgað fyrir það? Svo er ekki að marka orð af því sem þú segir. Lýgur endalaust. Eru foreldrar þínir ennþá á lífi og finnst þeim þetta í lagi. Lýgur þú líka að þeim?

  4. Við hvern ertu búinn að kvarta nákvæmlega ? Ég er algerlega efstur í stjórnun á þessu bloggi og þú hefur ekki kvartað við mig um skrif mín, og ég hef ekki fengið neina tölvupósta annarstaðar frá sem benda til þess að þú hafir kvartað við nokkurn mann.

  5. Finnst þér, Matti, í lagi að búa til gerfipersónur

    „Gervi“ er skrifað með vaffi. Gullvagninn hefur þrisvar skrifað „gerfi“ með effi á Kryppunni.

    Áhugavert.

  6. Þetta er nú frekar ljótur leikur en eru þeir ekki að sigra þig. Þú þarft að standa í allskonar látum til að útiloka þá og síðan viðurkennir þú að lesa skrifin þeirra.

    „Síðan toppar þetta fólk vitleysuna með því að móðgast þegar enginn vill tala við það, eða bara yfirhöfuð sjá vitleysuna sem frá þeim kemur.“

    Þú skoðar þetta og lest. Er það ekki tilgangurinn hjá þeim?

    1. Þeir hefðu sigrað ef að ég hefði lokað blogginu í kjölfarið. Það er ekkert að því að gera þessu fólki erfiðara fyrir. Það er ennfremur miklu betra fyrir mig að láta kerfið gera þetta sjálfvirkt, heldur en að ég sé að eyða út athugasemdum eftir þetta fólk þegar þær eru komnar inn.

      Það er miklu betra að þessar athugasemdir þessa fólks birtist aldrei hérna.

      Ég skoða eingöngu þær greinar sem ég fatta að fjalla um mig. Annað les ég ekki hjá þessu fólki.

Lokað er fyrir athugasemdir.