Fræjum seinna efnahagshruns Íslands er sáð

Þessar vikunar hafa íslendingar verið afskaplega duglegir við að sá fræjum nýs efnahagshruns hjá sér. Það er nefnilega mikil afneitun sem er í gangi á Íslandi þessa dagana á stöðu mála. Birtingarmynd þessara fræja eru ýmisleg, en eins og fyrir efnahagshrunið. Þá er helsta birtingarmyndin sú að ekki má gagnrýna íslendinga fyrir axarsköftin og mistökin íslendinga. Eins og t.d höfnun íslendinga á Icesave III lögunum. Enda eru afleiðingar þeirrar höfnunar hægt og rólega farnar að koma í ljós núna, og munu koma hægt og rólega í ljós á næstu vikum og mánuðum.

Núna síðast gagnrýndi fyrrverandi Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen og síðan maður að nafni Mogens Lykketoft Forseta Íslands að haga sér eins og athyglissjúkt fífl. Enda er augljóst að ákvarðanir Forseta Íslands markast af athyglissýki og hafa það eitt að markmiði að auka vinsældir hans á óvinsælum tímum. Á þetta bentu þessir menn réttilega og í fullkomnum rétti.

Viðbrögðin á Íslandi létu ekki á sér standa. Í staðinn fyrir að taka undir, eða athuga þessa réttmætu gagnrýni. Þá er þess í staðinn farið að draga málflutningin í efa og því er jafnvel haldið fram að Uffe og Mogens viti ekkert um hvað þeir séu að tala. Jafnvel er talað um að þessir menn hafi ekkert vit á íslenskum stjórnmálum. Allt þetta er auðvitað rangt, enda eru þessir menn vel að sér í íslenskum stjórnmálum og stöðu mála á Íslandi.

Núna síðast jemur Innanríkisráðherra, hann Ögmundur Jónasson með þessar hérna fullyrðingar í nýlegri bloggfærslu hjá sér.

[…]

Þeir Uffe Elleman Jensen og Mogens Lykketoft töluðu niðrandi til íslenskra kjósenda og lýðræðisins almennt. Hlutur forsta Íslands var talaður niður í svaðið en hans meinta sök var að hafa vísað Icesave-deilunni til þeirra sem á endanum eiga að borga brúsann. Þessir tveir gömlu stjórnmálamenn urðu ekki aðeins sjálfum sér til skammar heldur þeirri tegund stjórnmála sem ekki skilur að valdið er hjá þjóðinni, ekki fulltrúum hennar, hvað þá stjórnmálaflokkum. Ef þjóðin vill taka ákvörðunarvaldið til sín þá hefur hún þann rétt og það er grundvallarréttur. Við slíkri kröfu varð forseti Íslands.

[…]

Þessi gagnrýni minnir óneitanlega á þá gagnrýni sem átti sér stað á Íslandi árin 2005 til ársins 2008. Þar sem að allar þær raddir sem vöruðu við yfirvofandi efnahagshruni voru bara öfundsjúkar, eða vissu bara ekkert um hvað þær voru að tala. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingar hefðu átt að taka þá gagnrýni alvarlega, eins og þeir eiga að taka gagnrýna sem kemur fram núna alvarlega. Íslendingar hafa hinsvegar ekkert lært af sögunni og eru því dæmdir til þess að endurtaka hana í einu eða öðru formi innan nokkura ára.

Sigrún Davíðsdóttir var með pistil um þetta óþol íslendinga við gagnrýni. Þar kom meðal annars þetta hérna fram hjá henni.

[…]

Einn erlendur starfsmaður eins bankanna hafði á orði að Íslendingum væri almennt illa við gagnrýni. Í stað þess að taka gagnrýni sem athugasemdum við eitthvert tiltekið atriði hrykkju Íslendingar í þann gír að fara að spá í af hverju gagnrýnin væri borin fram – hvort hún stafaði af annarlegum hvötum eins og öfund, hvort gagnrýnandinn vildi koma höggi á einhvern og svo framvegis. Sjálft gagnrýnisatriðið drukknaði í öllum þessum óviðkomandi vangaveltum sem gagnrýnin vakti. Þessi starfsmaður hafði fljótt lært að íslensku stjórnendurnir skildu ekki þá örvun sem uppbyggileg gagnrýni felur í sér.

Einn íslenskur bankamaður sagðist eftir á hafa áttað sig á að það hefðu ekki verið í gangi neinar umræður í bankanum um áherslur og stefnu. Þeir sem hefðu átt framgang í bankanum hefðu verið fremur veikir aðilar með svipaðan bakgrunn og afstöðu og stjórnendur, auðvitað duglegir en ekki sjálfstætt fólk með sjálfstæðar skoðanir.

[…]

Um miðjan tíunda áratuginn heimsótti ég Íslendingabyggð sem þá hafði myndast í Hanstholm á Norður-Sjálandi. Þar bjuggu þá um 400 Íslendingar. Í Íslendingabyggðinni hafði orðið rígur milli tveggja einstaklinga, nokkurs konar leiðtoga hópsins, sem lauk með því að annar flutti í burtu. Þegar ég lét í ljós undrun á flokkadráttunum var mér bent á að svona væri þetta í litlum byggðarlögum á Íslandi, einhver sterkur einstaklingur sem öllu réði. Þetta er athyglisvert því þetta er í eðli sínu einkenni goðaveldsins.

Þeirri kenningu hefur einmitt áður verið fleygt í Speglinum að íslenska goðaveldið hafi í raun aldrei liðið undir lok. Að í fyrirtækjum og reyndar víðar í þjóðfélaginu byggist valdakerfið á sterkum einstaklingum sem hafa í kringum sig jámenn sem efast ekki um gjörðir þeirra. Íslendingar vilji gjarnan líta á sig sem þjóð sjálfstæðs fólks en hegðun þeirra einkennist oft þvert á móti af fylgispekt við leiðtoga sem eru ekki dregnir í efa. Gagnrýni er drepin niður með því að vera talin merki um annarleg sjónarmið.

Það mætti halda að í litlu þjóðfélagi væri tilfinningin fyrir heildinni einmitt sterk. En fjölmörg svikamál þar sem er verið að hygla mjög fáum á kostnað heildarinnar ganga þvert á þá skoðun. Aftur þetta: fjármálaglæpir eru ekkert séríslenskt fyrirbæri. Alls ekki. En það sem er svo sérstakt við Ísland er hvað viljinn til að hundsa almannahagsmuni, hagsmuni almennra starfsmanna, hagsmuni lítilla hluthafa, bókstaflega alla aðra hagsmuni en hagsmuni stjórnendaklíku og fylgifiska hennar, skuli vera jafn sterkur og raun ber vitni.

Tekið úr pistlinum, Óupplýstar klíkur (Rúv.is)

Það verður að segjast eins og er að Ögmundur Jónasson fellur beint og fast inn í þetta mót. Enda er Ögmundur talsmaður klíkuhagsmuna en ekki hagsmuna almennings á Íslandi eins og svo margir virðast halda. Þessi hegðun er óneitanlega að sá fræjum næsta efnahagshruns á Íslandi. Enda er augljóst að það hefur ekkert breyst á Íslandi eftir efnahagshrunið og sagan mun endurtaka sig á næstu árum með nýju efnahagshruni með tilheyrandi áhrifum á íslenska þjóð.