Vaxandi fasismi á Íslandi

Á Íslandi er vaxandi fasismi (wiki grein). Ég þarf ekki að fara löngum orðum um þennan vaxandi fasima sem beinist gegn ESB, útlendingum, útlöndum og gagnrýni. Í kjölfarið á efnahagshruninu þá hafa fasistar á Íslandi notað tækifærið til þess að koma málstað sínum á framfæri. Til þess hefur þetta fólk spilað inn á þjóðerniskennd íslendinga og gengið mjög vel að gera slíkt. Ný öfga-hægri stjórnmálaflokkar hafa komið fram. Sá nýjasti kallar sig Hægri Græna og er ekkert nema óskammfelldur faistaflokkur. Það má ennfremur ekki gleyma þeirri staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn (þá sérstaklega eftir síðasta landsfund) eru ekkert nema hreinræktaðir fasistaflokkar og hafa að öllum líkindum verið það.

Almenna skilgreingin um fasisima er þessi hérna (úr Wikipedia greininni).

Fascism is anti-communist, anti-democratic, anti-individualist, anti-liberal, anti-parliamentary, anti-bourgeois and anti-proletarian, anti-conservative on certain issues, and in a number of cases anti-capitalist.[16] Fascism rejects the concepts of egalitarianism, materialism, and rationalism in favour of action, discipline, hierarchy, spirit, and will.[17] In economics, fascists oppose liberalism (as a bourgeois movement) and Marxism (as a proletarian movement) for being exclusive economic class-based movements.[18] Fascists present their ideology as that of an economically trans-class movement that promotes resolving economic class conflict to secure national solidarity.[19] They support a regulated, multi-class, integrated national economic system.[20]

Á meðan fasisma er að mestu leiti að finna í hægri stjórnmálum á Íslandi. Þá er fasisma einnig að finna í vinstri stjórnmálum á Íslandi og hefur hann verið þar um talsvert langan tíma.

Í þeirri kreppu sem núna ríkir á Íslandi þá hefur þetta fólk sem aðhyllist fasima að einni eða annari gerð rödd í þjóðfélaginu. Það er mikil hætta á því að aðgangur þessa fólks að umræðunni í íslensku þjóðfélagi verði íslendingum mjög dýr þegar fram líða stundir. Enda eru þetta óheillaskref sem íslendingar eru að stíga núna í dag.