Örorkubætur og atvinnuleysisbætur

Eins merkilegt og það er. Þá hefur engin útskýrt fyrir mér, eða fært rök fyrir því afhverju örorkubætur skulu vera þær sömu eða næstum því þær sömu og atvinnuleysisbætur sem eru í eðli sínu tímabundnar hjá fólki. Sérstaklega þar sem að örorkubætur eru sjaldan tímabundnar hjá fólki sem langvinna sjúkdóma, óháð því hvernig viðkomandi sjúkdómar komu til hjá fólki. Örorka vegna slysa getur verið tímabundin eins og reikna má með. Það eru þó einu undantekningar þegar það kemur að örorkubótum.

Örorkubótakerfið er einnig byggt á uppbótum ýmisskonar. Heimilsuppbót er eingöngu fyrir þá sem búa einir og eru barnlausir. Það hækkar tekjunar hjá viðkomandi upp í 156.000 kr. rúmlega eftir skatta. Öryrkjar með börn fá hærri tekjur eins og reikna má með, en engu að síður ekki nægar tekjur til þess að getað rekið fjölskyldu almennilega og með sóma.

Það sem íslendingar gleyma eða einfaldlega kjósa að hunsa er sú staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Það að verða öryrki er ekki val fólks. Heldur er þetta staðreynd lífsins sem fólk verður að takast við á hverjum degi. Engu að síður eru örykjar meðhöndlaðir á Íslandi eins og þeir hafi valið sér að verða örykjar með slæma heilsu, sjúkdóma, erfðasjúkdóma, einhverfu, Asperger heilkenni (sem ég er með og er á mörkum þess að vera einhverfa). Það er staðreynd að fólk kýs ekki að verða öryrkjar. Heldur er þetta bara það sem gerist og fólk verður bara að kljást við það.

Engu að síður þá virðist það vera stefnan á Íslandi að gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum lífið eins ömurlegt og hægt er. Þá með því að viðhalda þeim þjóðfélagshópi við fátæktrarmörk og helst að koma í veg fyrir að þeir geti bætt stöðu sína með nokkrum hætti. Þessi stefna er mjög gömul, mun eldri en fólk heldur. Upphaf þessar stefnu er að finna í hinu íslenska bændasamfélagi sem fór að þróast á Íslandi í upphafi 18 aldar. Þetta bændasamfélag kom í veg fyrir alla félagslega þróun á Íslandi og kom lengi vel í fyrir eðilega þróun samfélagslegrar trygginar í samfélaginu á Íslandi. Í dag eymir ennþá sterkt af þessum eldgömlu viðhorfum. Þar sem litið er á öryrkja og ellilífeyrisþega sem annars flokks borgara á Íslandi.

Þessu verður að breyta. Eins og svo mörgu öðru á Íslandi.