Afstaða Steingríms J. til ESB hefur aldrei komið á óvart

Það kemur ekkert á óvart í þeirri afstöðu sem Steingrímur J. hefur til ESB og hugsanlegar ESB aðildar Íslands. Enda var Steingrímur J. á móti EES samningum á sínum tíma. Jafnvel þó svo að Steingrímur J. Styðji EES samninginn í dag samkvæmt því sem hann hefur sagt sjálfur.

Steingrímur J. hefur alltaf verið á móti ESB. Enda byggist afstaða Steingríms J. ekki á neinu nema fáfræði, ótta og sérhagsmunum þegar hann setur sig á móti ESB. Þegar Steingrímur J. talar um sérstöðu íslensks landbúnaðar þá fer hann einfaldlega með rangt mál. Enda er engin sérstaða í íslenskum landbúnaði. Ef einhver sérstaða er í íslenskum landbúnaði. Þá eru íslendingar langt komnir með að klúðra henni vegna þrjósku og viðhaldi á útbrunnu landbúnaðarkerfi sem þjónar ekki bændum eða almenningi á Íslandi. Það er hinsvegar augljóst að landbúnaðarkerfið á Íslandi þjónar Bændasamtökum Íslands alveg ágætlega og hefur alltaf gert það.

Sérstaða íslensks sjávarútvegs er nákvæmlega engin og þetta hefur alltaf verið raunin. Þrátt fyrir áróður LÍÚ og annar um eitthvað annað. Það eina sem er öðrvísi á Íslandi er að íslendingar veiða örlítið meiri fisk en nokkrar evrópuþjóðir. Samt sem áður ekki mikið meira en Bretar, Frakkar, Spánverjar og Norðmenn sem veiða umtalsvert magn af fiski núna í dag. Það eru næstum því engar líkur á því að miklar breytingar munu eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi við aðild Íslands að ESB. Það er þó alveg eitt sem mun breytast og það er að einokun LÍÚ á íslenskum fiskvinnslum verður brotin varanlega. Einnig sem að fullvinnsla á fiski mundi borga sig á Íslandi. Vegna þess að fullunnar fiskvörur munu fá tollfrjálsan aðgang að mörkuðum ESB, sem í dag telur rúmlega 500 milljón manns.

Steingrímur J. talar einnig mikið um það að íslenska krónan hafi hjálpað almenningi og efnahag íslendinga. Þetta er rangt. Íslenska krónan er ástæða þeirra vandamála sem íslendingar standa í núna efnahagslega. Veik króna hefur styrkt útflutning, en það hinsvegar gerir hann ekki samkeppnisfæran. Þar sem íslenskur útflutningur verður einnig að þola styrkingu krónunar þegar hún hefst. Hin hliðin á veikri krónu er sú launalækkun sem íslenskur almenningur þarf að þola til lengri tíma. Ásamt þeirri kaupmáttarskerðingu sem fylgir því. Þetta finnst Steingrími J. og aðrir andstæðingar ESB aðildar Íslands í góðu lagi að íslenskur almenningur þoli og í raun borgi þannig fyrir hina íslensku krónu.

Þessi kostnaður er auðvitað verri lífsskilyrði, lægri laun og verri kaupmáttur. Það er mitt álit að þeir stjórnmálamenn sem styðja slíka efnahagsstefnu eiga einfaldlega að taka pokan sinn. Algerlega óháð í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Enda er hérna ekki verið að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi eins og er sjálfsögð krafa að stjórnmálamenn sinni þegar þeir eru kosnir til starfa á Alþingi Íslands og komist jafnvel í ráðherrastól.

Afstaða Steingríms J. byggir því augljóslega ekki á neinu nema fáfræði og verndun sérhagsmuna eins og ég hef áður nefnt. Enda mótast afstaðan ekki af þörf til þess að vernda hagsmuni almennings. Heldur er hérna verið að vernda hagsmuni útflutningsfyrirtækja og annara sem hagnast á lágu gengi íslensku krónunar. Á meðan þessu fer fram. Þá fær almenningur reikningin og þennan reikning borgar almenningur. Hvort sem honum líkar betur eða verr.

Frétt Rúv.

Hagsmunum best komið utan ESB