Vonbrigði fyrir ESB andstæðinga á Íslandi

Ég flyt til Íslands í Júní. Ég er ekki að flytja til Íslands vegna ESB eins og margir virðast halda (þjóðrembuliðið sem er að finna á Íslandi). Heldur er það vegna vandamála á Íslandi. Þetta vandamál er íslenska krónan og lágar örorkubætur sem öryrkjar erlendis fá frá Íslandi. Þegar íslenska krónan er orðin 22kr = 1 DKK þá er orðið erfitt að lifa á örorkubætum frá Íslandi í Danmörku.

Búseta mín í Danmörku. Þó stutt sé hefur gert mig að betri og öflugri talsmanni fyrir ESB aðild Íslands. Enda er augljóst að það margborgar sig fyrir íslendinga að vera aðildar að ESB heldur en að standa fyrir utan ESB eins og er raunin í dag.

Þegar ég flyt til Íslands þá mun ég ekki verða ESB andstæðingur. Eins og margir virðast halda. Þannig að ESB andstæðingar geta orðið fyrir vonbrigðum nú þegar. Þar sem ég mun ekki breyta skoðun minni þess efnis að íslendingar eigi að vera aðildar að ESB eins og áður segir.