Öfgastefnur í íslenskum stjórnmálum

Á Rás 2 núna rétt í þessu var talað um siðrofið sem hefur átt sér stað í íslensku þjóðfélagi. Þá sérstaklega það siðrof sem átti sér stað í íslensku þjóðfélagi eftir efnahagshrunið árið 2008.

Þar kom fram að ef öfgastefna kæmi fram í stjórnmálum þá gæti verið langur vegur í það að þetta siðrof mundi ganga til baka. Því miður hefur öfgastefna tekið sig upp á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa tekið upp öfgastefnu eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og hluti af Vinstri Grænum (eru að klofna frá VG). Síðan hefur orðið vart öfgastefnu innan hreyfingarinnar. Það sem það er víst ekki stjórnmálaflokkur. Þá er nær að tala um öfgafullar stefnur einstaklinga sem starfa undir nafni hreyfingarinnar.

Þessi öfgastefna kemur fram á þann hátt að allt hið íslenska er gott, en hið útlenska er vont og illt. Þetta sást mjög vel þegar landsfundur framsóknarflokksins var settur. Þar sem hið íslenska var hátt skrifað og þjóðremban var svo mikil að skynsömu fólki sem var á landsfundi framsóknarflokksins varð víst óglatt af allri þjóðrembunni sem þar var að finna. Það sama er að finnan innan sjálfstæðisflokksins. Þó svo að birtingarmyndin sé örlítið öðrvísi en hjá framsóknarflokknum. Á þessari öfgastefnu keyrir síðan Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins. Enda fer þar á ferðinni sá formaður framsóknarflokksins sem mun fá versta dóm sögunar um sig þegar fram líða stundir. Um Bjarna Ben, formann sjálfstæðisflokksins þarf ekki að hafa mörg orð. Hinsvegar er ljóst að hans verður eingöngu minnst fyrir þá spillingu sem hann stundar í skjóli sjálfstæðisflokksins.

Ef íslendingar vilja frekari efnahagshörmungar þá er stuðningur við svona þjóðrembu og öfgastefnu örugga leiðin til þess að fá það fram. Núna í dag er skaðinn af þessari þjóðrembu og öfgastefnu orðin umtalsverður. Þó svo að áhrifin séu ekki ennþá farin að koma almennilega fram hjá almenningi. Hinsvegar munu áhrifin gera það á næstu mánuðum. Hver viðbrögðin verða á eftir að koma í ljós. Hinsvegar grunar mér að íslendingar taki ódýru leiðina og kenni útlendingum um allt það sem aflaga fer á Íslandi, eða núverandi ríkisstjórn sem er að laga til eftir óstjórn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins undanfarna áratugi á Íslandi.

Á þessu byggja síðan þessir stjórnmálaflokkar ESB andstöðu sína og hafa alltaf gert.