Umræðan á Íslandi

Hérna er gott dæmi um það hvernig umræðan á Íslandi er mikið til skammar. Ég ætla ekki að sýna þessu fólki þá kurteysi að gera það nafnlaust í þessum bloggi. Ef að það vill ekki rata í svona gagnrýni hjá mér og annarstaðar. Þá á fólk að hafa vit á því að láta ekki svona frá sér fara. Jafnvel þó svo að sá glæpur sem þarna um ræðir sé skelfilegur fyrir viðkomandi konu. Þá réttlætir ekkert þessa hegðun hjá þessu fólki, eða ummæli þess við þessari frétt á DV.


Þetta er tekið úr umræðum við þessa hérna frétt hjá DV.is. Smellið á myndina til að fá hana í fulla upplausn.

Það kemur mér lítið á óvart hvernig umræðan er á Íslandi. Sérstaklega þegar þetta virðist vera hinn viðurkenndi þröskuldur umræðunnar á Íslandi. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og hefur alltaf verið það. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingum er nákvæmlega sama um sem heitir sómi í umræðunni.

Mér finnst það gjörsamlega fyrir utan allt siðgæði að hóta morðum eins og gert þarna við þessa frétt á DV.is. Slíkt mundi venjulega kalla á lögreglurannsókn á ummælum viðkomandi einstaklinga, en ekki á Íslandi. Það er einnig alveg ljóst að DV ber einnig umtalsverða ábyrgð á því að leyfa þessum ummælum að standa óhreyfðum við þessa frétt hjá sér.