Fábjánar Vol. 2

Það verður ekki sagt um suma fábjána að þeir hafa bæði peninga og völd. Það er einstaklega slæm blanda. Þar sem að fábjánar í slíkri stöðu leggja allt í rúst sem þeir koma nálægt, og síðan ljúga þeir einfaldlega bara til það afhverju allt er í rúst hjá þeim og ekkert virkar.

Einnig slíkur fábjáni er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins (flokksblað sjálfstæðisflokksins og LÍÚ). Í dag er Styrmir ritstjóri á vef sem heitir Evrópuvaktin, ásamt Birni Bjarnarsyni fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem sá um að fela spillinguna fyrir almenningi á Íslandi). Hlutverk Evrópuvaktarinnar er annað en nafn vefjarins gefur til kynna. Hlutverk Evrópuvaktarinnar er að dreifa rangfærslum og lygum um Evrópusambandið, aðildarríki Evrópusambandsins, evruna og almennt um evrópubúa ef svo ber undir. Enda láta siðlausir sérhagsmunahópar staðreyndir litlu skipta á Íslandi.

Fábjáninn Styrmir Gunnarsson.


Hægt er að lesa alla þessa grein hérna.

Hérna er ein af lygagreinum Styrmis. Þegar þessi grein er lesin þá hljómar hún eins og eitthvað sem gæti átt sér stað. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki að eiga sér stað. Það eru vissulega mótmæli á Spáni, en þessi mótmæli eru bara á Spáni og ekki í neinu öðru aðildarríki ESB sem er með evruna. Slíkt hefði auðvitað komið fram í fréttum alþjóðlegra fréttamiðla ef það væri raunin. Ástæða þess að ekkert slíkt er í fréttum er mjög einfalt. Engin slík mótmæli eiga sér stað. Það er hinsvegar staðreynd að það eru alltaf fólk að mótmæla í Evrópu, enda er lýðræði mjög virkt þar.

Ástæða þess að verið er að banna mótmælin á Spáni er sú staðreynd að á morgun verða sveitarstjórnarkosningar á Spáni. Samkvæmt kosningalögum á Spáni eru fjöldasamkomur bannaðar daginn fyrir kosningar á Spáni. Gildir þá einu hvort að kosið er til sveitarstjórnarkosninga eða alþingiskosninga. Mótmælin beinast ennfremur gegn ríkisstjórn Spánar og ráðaleysi þeirra við að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks á Spáni. Þessum mótmælum er ekki beint gegn evrunni eða ESB. Enda dettur Spánverjum ekki einu sinni að hætta í ESB eða hætta með evruna.

Ólíkt því sem var á Íslandi. Þar sem sjálfstæðismenn kölluðu mótmælendur skríl þegar þeir mótmæltu gegn sjálfstæðisflokknum árið 2008 fljótlega eftir efnahagshrunið á Íslandi. Það segir sig auðvitað sjálft að sjálfstæðisflokknum finnast mótmæli í góðu lagi þegar þau eru gegn þeim aðilum sem sjálfstæðisflokkurinn er á móti. Hvort sem það er á Alþingi eða annarstaðar.

Hérna eru síðan erlendar fréttir af mótmælunum á Spáni.

Inspired by Arab Protests, Spain’s Unemployed Rally for Change (VOA News)
Spain bans young protesters ahead of elections (The Guardian)
Youths defiant at ‘Spanish revolution’ camp in Madrid (BBC News)
Call for protest ban in Spain for elections (BBC News, Myndband)