Jarðskjálftinn í Pakistan: Óttast að manntjón sé mikið

Það er óttast er að margir hafi farist þegar jarðskjálfti uppá 7,5 á ricther varð í Pakistan klukkan 03:50 GMT. En það er óttast að allt að eittþúsund manns hafi farist í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, það hafa komið fréttir af því að heil þorp hafi lagst í rúst í kjölfarið á jarðskjálftanum. Í Islamabad hrundu tvær 19 hæða búðarblokkir í kjölfarið á jarðskjálftanum og er fólk fast brakinu, sem stendur eru björgunaraðgerðir að fara af stað á þeim svæðum sem urðu verst úti. Jarðskjálftinn varð 95 km norður af Islamabad og 14 km norður af Muzaffarabad.

Einnig er óttast að 35 manns hafi látist þegar dómshús og skóli hrundu í kjölfarið á jarðskjálftanum. Eitt barn dó og sex slösuðust þegar skóli í Rawalpindi hrundi til grunna í kjölfarið á skjálftanum. Talsvert hefur verið um eftirskjálfta í kjölfarið á aðalskjálftanum.

Hérna er frétt BBC News um jarðskjálftan.

Blokkin sem hrundi
Fólk sem stendur yfir brakinu á blokkinni sem hrundi í Islamabad. Myndin er frá BBC News

[Uppfært klukkan 11:00]