Lygar og ýkjur Smáís og STEF um meint tap vegna niðurhals

Það er áhugaverð staðreynd að Smáís og Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís skuli alltaf fá að komast upp með það að ljúga stöðugt í fjölmiðla um meint tap þeirra af niðurhali. Það er staðreynd að tap þessara aðila vegna niðurhals á sjónvarpsþáttum (Smáís sér um sjónvarpsþætti og kvikmyndir) er lítið yfir í að vera nákvæmlega ekki neitt.

Þetta hefur verið sannað með rannsóknum á þessu, og hægt er að kynna sér fréttaflutning um það hérna.

Infringing anime downloads increase DVD sales (2011)
Study: P2P Music Downloads Increase Music CD Sales (2007)
Canadian Study: Piracy Boosts CD Sales (2007)
Music Sales Increase In Sweden For First Time Since 2000 (2010)

Ástæða þess að tónlistargeisladiskar og DVD sjónvarpsþáttaseríu og kvikmyndir seljast illa á Íslandi er verðlagningin. Enda er hún gjörsamlega útúr öllu samhengi miðað við það sem hægt er að fá annarstaðar. Enda nýta íslendingar sér það í miklum mæli að kaupa DVD diska og tónlist í gegnum Amazon og aðrar netverslanir. Íslenskar búðir eru í beinni samkeppni við internetverslanir og íslensku búðirnar standa höllum fæti gagnvart þessum búðum vegna þess að verðlagið er mjög hátt og úrvalið er mjög takmarkað í íslenskum búðum.

Mér dettur ekki í hug að kaupa kvikmynd á Íslandi fyrir 2000 til 5000 kr þegar ég get fengið sömu kvikmynd fyrir 800 – 1500 kr á Amazon með flutningi til Íslands, ásamt tolli og vsk ofan á (ásamt öðrum gjöldum). Enda hef ég verslað alla mína tónlist og dvd diska þannig í mörg ár, og ég ætla að halda því áfram. Mér dettur ennfremur ekki í hug að kaupa erlenda tónlist á Íslandi af sömu ástæðu.

Lygar og ýkjur aðstoðarframkvæmdastjóra STEF eru engu betri. Þess má einnig geta að tónlistarmenn eru þeir sem fara hvað verst útúr því að eiga við STEF, enda fá þeir ekki einu sinni nægar tekjur frá STEF til þess að lifa af sinni vinnu og tónlist. Hvernig er það fyrir staðreynd fyrir tónlistarmenn á Íslandi. Þess má einnig geta að STEF hefur hundruðir milljóna í tekjur af sköttum sem eru lagðir á tóma geiskadiska, dvd diska, harða diska, tölvur með skrifurum, skrifara, usb lykla, vhs spólur, kasettur osfrv. Þessar tekjur virðast ekki rata í vasa tónlistarmanna á Íslandi eins og var tilgangurinn með þessum sköttum í upphafi.

Það sem skiptir þó máli í þessari umræðu er sú staðreynd að Snæbjörn Steingrímsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir eru að ljúga í íslenska fjölmiðla afhverju sala á erlendum tónlistardiskum er að dragast saman á Íslandi. Þessa lygi notar hann síðan til þess að fá Alþingi til þess að setja lög á Íslandi sem ganga gegn hagsmunum almennings en vernda hagsmuni söluaðilanna. Þið getið gleymt því að Smáís og STEF verndi rétt höfundarréttarhafana. Enda er Smáís og STEF samtök sem vernda rétt dreifingaraðilana, sem græða mest á sölu á margmiðlunarefni á Íslandi sem og annarstaðar í heiminum.

Sem betur fer er þetta lið að verða fljótt úrelt á Íslandi og annarstaðar. Það mun enginn sakna þeirra þegar þetta lið er horfið af sjónarsviðinu í núverandi formi.

Frétt Vísir.is um þetta mál.

Skiptir verulegu máli fyrir íslenska tónlistarmenn og höfunda (Vísir.is)