Engar skoðanir, takk!

Ég er maður sterkra skoðana. Ég er einnig maður sem byggi mínar skoðanir á rökum, staðreyndum og því sem ég tel sé best fyrir mína hagsmuni jafnt sem hagsmuni fólksins í kringum mig.

Það þýðir þó ekki að ég sé öfgafullur maður, eins og ég er gjarnan sakaður um að vera. Þó svo að ég samþykki einhverjar fullyrðingar sem síðan standast ekki nánari skoðun.

Ég hef lengt margoft í því að fólk gjörsamlega hatar mig þegar ég er búinn að valta yfir vitleysuna í því og benda þeim á afhverju það hefur rangt fyrir sér og afhverju fullyrðingar þess standast ekki skoðun. Ég hef líka lent í því að fólk eyði mér útaf Facebook (ég gerði slíkt sjálfur á tímabili, en ég ákvað að hætta því) þegar það er komið í algert rökþrot gagnvart því sem ég er að segja. Það er oftast öfgafeminstar sem hafa slæðst inn á facebook vinalistann minn sem hafa eytt mér útaf á Facebook í kjölfarið á því að ég bendi á gallana í fullyrðingum þeirra, og jafnvel sanna á tímabilum að þær hafi rangt fyrir sér.

Þetta nær til fleiri hópa en feminista. Andstæðingar ESB eru einnig svona. Þegar maður er búinn að taka í sundur þeirra rök um ESB og benda á alla gallana. Þá er einfaldlega lokað á mann þannig að maður getur ekki tjáð sig lengur um ruglið og þær fullyrðingar sem þetta fólk setur fram um ESB.

Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú að þetta fólk vill ekki neinar leiðréttingar, það vill ekki heyra aðrar skoðanir en sem eru þeim þóknanlegar. Gallin við svona hugsunarhátt er að hann hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir umræðuna og upplýsingaflæðið í umræðunni. Í versta falli mun svona hegðun leið til þess að einn hópur nær völdum með ofbeldi eða öðrum ógeðfellum leiðum og þaggar niður í öllum með kúgun og ofbeldi.

Það þýðir lítið að segja að svona geti ekki gerst á Íslandi. Vegna þess að svona getur og hefur gerst á Íslandi í fortíðinni og íslendingar eru núna á fullu að endurtaka mistök fortíðarinnar með því að leyfa þeim hópum sem láta sem hæst komast upp með að ljúga á fullu í umræðunni og láta sig staðreyndir engu skipta.

Það er ennfremur staðreynd að á Íslandi er vinsælt að vera á móti hlutunum. Vegna þess að þá þarftu ekki að færa rök fyrir því afhverju þú ert á móti viðkomandi hlut (hvort sem það er ESB aðild Íslands eða annað).