Það er eitt sem fólk á ekki að gera, og það er að láta Sigmund Davíð Gunnlaugsson blekkja sig. Þar sem að Sigmundur Davíð hefur í raun lokað framsóknarflokknum. End gengur framsóknarflokkurinn núna útá útlendingahatur, hatur á ESB og einangrun Íslands. Þeir sem eru í vafa um slíkt, geta ályktun framsóknarflokksins frá árinu 2011 um utanríkismál þar sem þetta er í raun sagt undir rós.
Þar stendur meðal annars þetta hérna.
[…]
Ályktun um utanríkismálMeginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar og
veita öflugt fyrirsvar gagnvart öðrum ríkjum. Sem smáríki á Ísland hag sinn undir því
að alþjóðalög séu virt og þjóðir leysi sín deilumál friðsamlega. Eins eru það
hagsmunir smáríkja að stuðla að alþjóðlegri samvinnu til þess að mæta þeim ógnum
sem virða hvorki landamæri né leikreglur alþjóðakerfisins. Fríverslun og aðgangur að
mörkuðum er viðskiptaþjóð eins og Íslendingum lífsnauðsyn. Því er það mikilvægt að
Íslendingar njóti ávallt bestu kjara í viðskiptum við aðrar þjóðir.Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan
Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem
byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld
tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands
og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir
þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda
farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina
aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að
Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti.[…]
Restin af ályktun framsóknarflokksins er bara endurunnið rusl frá sjálfstæðisflokknum, sem Sigmundur Davíð virðist vera mjög svo tengdur á afskaplega óeðlilegan máta. Því má ennfremur ekki gleyma að Sigmundur Davíð er persónulega milljarðamæringur á Íslandi sem hefur greitt milljónir í skatta af þessum tekjum sínum. Það er alveg augljóst að hann er ekki inná Alþingi íslendinga vegna hugsjóna eða náungakærleika einum saman. Það er ennfremur ljóst að hann græðir ekki mikið á alþingiskaupinu, þar sem að mánaðarlegir vextir af eignum hans eru margfalt kaup hans á Alþingi.
Formenn eins og Sigmundur Davíð eru ekki góðir formenn fyrir stjórnmálaflokka. Í reynd eru formenn eins og Sigmundur Davíð slæmir fyrir stjórnmála og stjórnmálaflokka. Þar sem þeir stjórna með óttanum og hafa græðgina af leiðarljósi. Slíkt hefur aldrei boðað neitt gott, hvorki fyrir stjórnmálaflokkinn sem um ræðir eða þjóðina sem velur slíkan stjórnmálaflokk.
Íslensku þjóðinni ber því að hafna framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum ef útí það er farið.