Páll Vilhjálmsson og staðreyndinar um ESB

Þegar menn eru ofurseldir græðgi og lygum þá verður niðurstaðan aldrei góð fyrir viðkomandi. Einn smápeðum Davíðs Oddssonar er maðurinn Páll Vilhjálmsson, en sá maður er framkvæmdastjóra Heimssýnar sem er hópur fólks sem stefnir að því að einangra Ísland frá öðrum ríkjum heimsins og gera Ísland efnahagslega einangrað frá heiminum. Þetta fólk, eins og Páll Vilhjálmsson hikar ekki við að ljúga og blekkja almenning ef svo ber undir.

Páll Vilhjámsson hatar allt sem Evrópskt er. Jafnvel þó svo að hann sé sjálfur búsettur og fæddur í Evrópuríkinu Ísland. Þess í stað elskar Páll Vilhjálmsson aftur á móti allt það sem bandarískt er. Þá sérstaklega ef það kemur frá hinum bandaríska republicana flokki þar í landi.

Það er rangt sem Páll Vilhjálmsson heldur fram að ekki sé hægt að uppræta þetta smit sem hefur komið upp í Evrópu. Það er verið að vinna að því núna að rekja og greina þetta smit og hvaðan það kemur. Því miður þá tekur slíkt tíma og það vinnur alltaf gegn fólki þegar svona fjölda skýkingar koma upp.

Rússar hafa sínar ástæður fyrir því að banna innflutning á fersku grænmeti frá ríkjum ESB. Hvort að þær raunverulega hafa eitthvað með þessa sýkingu að gera er hinsvegar erfitt að segja til. Þar sem að Rússland rekur þannig utanríkisstefnu að varasamt er að taka þá alltaf trúanlega.

Sóttvarnarmiðstöð ESB er hinsvegar að vakta og reyna leysa þetta smitvandamál sem komið er upp í dag. Þannig vinna öll aðildarríki ESB saman af því að koma í veg fyrir svona smit eins vel og þau geta. Þó svo að það takist ekki alltaf eins og dæmin hafa sannað.

Menn eins og Páll Vilhjálmsson eru hinsvegar óværa í umræðunni sem ber ekki að taka mark á. Enda er hann ófær um að skilja einföldustu hluti um ESB og hin 27 aðildarríki ESB.