Áróðursfrétt Morgunblaðsins um Framkvæmdastjórn ESB

Það er með ólíkindum sú frétt sem Morgunblaðið birtir núna um Framkvæmdastjórn ESB. Reyndar er þessi frétt með þvílíkum ólíkindum að það er ekki hægt að segja annað en þetta sé bara hrein áróðursfrétt hjá Morgunblaðinu og ekkert annað.

Á meðan Bureau of Investigative Journalism (wiki) virðist standast skoðun núna. Þá stenst fréttaflutningur Morgunlaðsins ekki nánari skoðun. Enda er það svo að fréttin sem er á upprunalegu vefsíðunni er allt önnur en sú sem er birt í Morgunblaðinu. Reyndar virðist frétt Morgunblaðsins vera meira og minna bein þýðing á frétt The Telegraph um sama mál.

Það sem Morgunblaðið hefur ekki nefnt er að Framkvæmdastjórn ESB hefur hafnað þessum fullyrðingum sem hafa verið settar fram af Bureau of Investigative Journalism um notkun fjármuna ESB.

Ég velti því ennfremur fyrir mér hvenær það á að rannsaka eyðslu sjálfstæðisflokksins þegar þeir voru við völd á Íslandi. Ég er alveg viss um að það yrði áhugaverð rannsókn.