Skammarleg heimska í andstæðingum ESB

Heimska andstæðinga ESB er ekki bara til skammar. Heldur er hún einnig almennt merkismiði þess sem þetta fólk hefur að bjóða íslendingum. Verri lífsskilyrði og dýpri efnahagskreppu á Íslandi. Í bónus fá íslendingar síðan ónýta íslenska krónu til að nota.

Í nýlegri bloggfærslu eftir íslenska þjóðrembu og andstæðing ESB aðildar Íslands þá rakst ég á þessa fullyrðingu.

[…]

Jafnframt er ljóst að við erum ekki á leiðinni í ESB, sem er líklega eins gott því það riðar nú til falls.

[…]

Tekið héðan.

Ég vildi að svona fullyrðingar væru einsdæmi hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Þær eru það hinsvegar ekki. Þessar fullyrðingar eru hinsvegar til marks um þá heimsku og þann hroka sem þetta fólk þjáist af. Það er alveg ljóst að ESB riðar ekkert falls og er ekki að fara neitt. Það sem er ennfremur alveg ljóst að Icesave málið mun ekki hafa nein áhrif á önnur aðildarríki ESB og innistæðu trygginar þeirra landa. Vegna þess að EFTA úrskurðir EFTA dómstólsins hafa engin áhrif á lög ESB. Aðeins ECJ (European Court of Justice) hefur áhrif á túlkanir ESB laga, ekki EFTA dómstólinn. Þessi staðreynd hefur verið þekkt frá upphafi, en gjörsamlega þagað um að hálfu andstæðinga ESB og Icesave málsins.

Enda hentar það þessu fólki að þaga um staðreyndir sem eru óþægilegar fyrir málflutning þeirra. Slíkur er óheiðarleiki þessa fólks og hefur alltaf verið þannig.

Hugmyndafræði andstæðinga ESB á Íslandi er sú að einangra Ísland efnahagslega og pólitískt séð frá umheiminum. Jafnframt því að auka tengsl við Bandaríkin sérstaklega í anda hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar á Íslandi. Þeir öfga-vinstri menn sem tala á móti ESB aðild Íslands vilja bara einangra Ísland efnahagslega og pólitískt séð frá umheiminum.

Er það virkilega það sem íslendingar vilja ?