Þegar náttúran skiptir ekki neinu máli í íslensku þjóðfélagi

Það er áhugaverð staðreynd sem Dyrhólseyjarmálið er að sýna varðandi ákveðna hópa íslendinga. Ákveðnum hópum íslendinga stendur nákvæmlega á sama um náttúruna og hugsa meira um það að græða peninga af ferðamönnum heldur en að standa vörð um íslenska náttúru. Þetta fólk hikar jafnvel ekki við að skemma hreiður og egg fugla virðist vera.

Ég hef enga samúð með svona fólki, og mun aldrei hafa hana. Enda ætti fólk að þakka fyrir það að þessi náttúra er þarna til staðar fyrir það. Svona náttúra er ekki auðfundin og hana ber að varðveita. Fuglalíf er einnig viðkvæmt fyrir ágangi manna, og það ber að vernda eins og annað í íslenskri náttúru.

Það hefur því miður verið til siðs í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár að líta á náttúru Íslands sem eign íslendinga. Það er ekki rétt. Íslendingar eru aðeins með náttúru Íslands að láni og þeim ber að fara vel með náttúru Íslands. Vegna þess að það er náttúra Íslands sem bæði gefur og tekur það sem henni sýnist af íslensku þjóðinni.