Það hlakkar í andstæðingum ESB á Íslandi

Það er mjög lýsandi fyrir þann sjúkleika sem hrjáir marga andstæðinga ESB á Íslandi að það skuli hlakka í þeim við þær fréttir að ríkisskuldavandi sé hugsanlega að fara breiðast út í Evrópu. Þó ekki bara í löndum sem eru með evruna sem gjaldmiðil, þessi skuldavandi ríkja mun væntanlega einnig ná til Bretlands og fleiri ríkja í Evrópu á endanum.

Þessi skuldavandi sem er núna í gangi hjá nokkrum ríkjum í Evrópu er mjög lýsandi fyrir þá slæmu efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í Evrópu á grundvelli ný-frjálshyggjunar og annara skyldra efnahagsstefna undanfarin ár. Það var augljóst að þetta mundi ekki enda vel, og hefði mátt vera það frá upphafi.

Það sem er þó alvarlegast í þessu er sú staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi gera sér nákvæmlega enga grein fyrir því hvað mun gerast við efnahag Íslands ef að evran og ESB hrynur eins og þeir svo gjarnan óska sér þessa dagana. Það er hætt við að andstæðingar ESB sjái eftir ósk sinni ef hún rætist. Svona um það leiti sem þeir drepast úr hungri vegna þess að efnahagur Íslands hrundi gjörsamlega við það að efnahagur Evrópu taki mjög alvarlega dýfu og jafnvel hrynji alveg. Enda er það staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi óska sér ekkert annars en að efnahagur Evrópu hrynji alveg til grunna og taki evruna með sér í fallinu.

Sem betur fer er þessi draumur andstæðingar ESB á Íslandi ekkert að fara rætast. Þeir sem stjórna í Evrópu eru snjallari en svo að leyfa slíku að eiga sér stað. Enda hafa evrópubúar nú þegar mjög slæma reynslu að algerum efnahagshrunum frá fyrri og seinni heimsstyrjöldinni.

Íslendingar hafa einnig mjög slæma reynslu af efnahagshrunum. Hinsvegar lærðu íslendingar ekki neitt á þeim efnahagshrunum og því hefur ekkert breyst hjá íslendingum.