Íslendingar staðráðnir í að endurtaka söguna

Íslendingar eru ótrúlegir. Núna segja þeir í skoðanakönnunum að ekki eigi að fara í dómsmál við Geir Haarde, mannin sem ber höfuðábyrgð á því hvernig kreppan þróast á Íslandi í upphafi. Enda segir það sig sjálft að öðrvísi viðbörgð hefðu haft öðrvísi afleiðingar. Þetta vita íslendingar fullvel, en vilja ekki að neinn beri ábyrgð. Þar sem þá er hættan sú að þá þurfi þeir einnig að taka á sig.

Sú ábyrgð er auðvitað að kjósa gjörspillta fábjána á Alþingi íslendinga (mér er nokk sama í hvaða stjórnmálaflokki þetta fólk stendur, ef það hagar sér eins og fábjánar. Þá eru allar líkur á því að það sé fábjánar.) ár eftir ár. Síðan þegar efnahagshrunið kemur. Þá væla íslendingar eins og frek smábörn sem ekki fengu ís-inn sinn og velta því síðan fyrir sér hvernig best sé að kenna útlendingum um þeirra eigin skít og klúður.

Til að toppa vitleysuna. Þá er sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn vinsæll hjá íslendingum. Það breytir ekki neinu hjá hinum venjulega íslendinga að sjálfstæðisflokkurinn setur allt í gjaldþrot sem hann kemur nálægt. Gildir þá einu hvort að það eru fyrirtæki, sveitarfélög eða sjálft íslenska ríkið. Alltaf skal sjálfstæðisflokkurinn vera við völd. Alveg óháð því hversu oft hann er búinn að sanna það og sýna að þetta er í raun óstjórntækur stjórnmálaflokkur með öllu. Þá sérstaklega síðustu árin. Þar sem spillingin hefur fengið að blómstra og þrífast í friði fyrir eftirliti og rannsóknum lögreglunar.

Ef íslendingar fara ekki að breyta háttum sínum. Þá munu íslendingar tapa sjálfstæðinu á mjög skömmum tíma, og það hefur ekkert með ESB aðild Íslands að gera. Enda eru íslendingar vísir til þess að hafna ESB aðild í hroka sínum þegar þar að kemur. Annað eins og hefur nú gerst á Íslandi rétt fyrir kosningar.

Íslendingar hafa tíma til þess að breytast og sá tími er núna. Þessi tími til þess að breytast kemur ekki aftur næst 50 til 80 árin, eða þegar meirihluti af núverandi kynslóð íslendinga er farinn undir græna torfu í kirkjugörðum landsins.

Breytist íslendingar ekki. Þá mun sagan endurtaka sig, og ég er ansi hræddur um að þetta verði raunin þegar á reynir. Það sem íslendingar eru staðráðnir í að endurtaka söguna nokkrum sinnum og læra nákvæmlega ekkert af sögunni í leiðinni.

Ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Kemur ekki til greina af minni hálfu.