Þjóðlegu gildin sem öfgafólk boðar

Það er eitt við „þjóðlegu“ (evropuvaktin.is) gildin sem öfgafólk boðar á Íslandi. Það er sú staðreynd að þetta er ekkert nema fasismi og ekkert annað. Þetta er reyndar fasismi klæddur upp í gervi ný-frjálshyggju og annara slíkra atriða, en fasismi er þetta engu að síður. Það sést nú best á því hvernig þessir menn hafa reynt að berja niður alla gagnrýni og umræðu á þeirra verk og stjórnsýslu. Þetta var sérstaklega augljóst þegar þessir menn voru við stjórn á Íslandi.

Það er ennfremur augljóst að Sigmundur Davíð er að breyta framsóknarflokknum í hreinan fasista og þjóðernisflokk. Þá í samræmi við þá stefnu sem nú þegar er rekin innan sjálfstæðisflokksins, sem er orðin hreinn fasistaflokkur nú þegar. Að kalla slíkt þjóðleg gildi er í raun ekkert nema blekking og verður það alltaf. Reynslan af þessum gildum sem þarna eru á ferðinni er og verður alltaf vond. Sagan kennir okkur það, og það mun ekkert breytast á næstunni. Enda er þessi hugmyndafræði frekar fastmótuð og hefur verið það til lengri tíma núna.

Á þessu byggir þetta síðan andstöðu sína við ESB aðild Íslands. Enda sést það vel hversu ruglaður og úr samhengi við raunveruleikan málflutningur þessa fólks raunverulega er. Enda kemur frá þessu fólk málflutningur sem byggir á hræðsluáróðri og engu öðru.