ESB aðildarviðræður eru góðar fréttir fyrir alla íslendinga

Það eru góðar fréttir fyrir alla íslendinga að aðildarviðræður Íslands og ESB skuli vera hafnar. Enda er hérna um að ræða eitt mesta hagsmunarmál íslensku þjóðarinnar. Jafnvel þó svo að andstæðingar ESB á Íslandi reyni að halda öðru fram. Enda er það þannig að þeir sem eru hvað mest á móti ESB aðild Íslands er fyrirtæki og samtök sem hafa grætt milljarða á því að viðhalda viðskiptalegri einokun á Íslandi.

Það er mikið þarfaverk fyrir íslendinga að losna úr viðjum þessar síðustu einokunar á Íslandi. Gott dæmi um þessa einokun er mjólkureinokunin, þar sem Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og getur því hagað sér á siðlausan hátt og níðst á neytendum vegna þess.

Það eru fleiri hlutir sem má telja upp þarna.

Síðan má nefna aukin áhrif íslendinga við ESB aðild, og síðan að losna við ólýðræðislegt ferli EES samningsins sem íslendingar eru núna aðildar að í dag og eru þar áhrifalausir.

Frétt Rúv.

ESB-viðræður hafnar