Pressan fór rangt með nafn mitt í frétt um eldfjallið Heklu

Fjölmiðlar á Íslandi eru stundum ótrúlegir. Þar sem margir fréttamenn virðast ekki einu sinni vera færir um að halda einbeitingunni yfir einni frétt sem þeir eru að skrifa. Þar er ég ranglega nefndur Jón Ingi í lok greinar. Þó byrjuðu þeir með rétt nafn í upphafi greinar. Ég veit ekki hvort að þetta er met hjá Pressunni, en þetta hlýtur að vera á einhverskonar stalli yfir villur sem er að finna í fréttum Pressunar.


Skjáskot af frétt Pressunar.

Hvað seinni hlutann varðar. Þá veit ég til þess að þessi möguleiki er til staðar í GSM og 3G farsímakerfinu. Ég reikna fastlega með að þessi möguleiki hafi verið tekin í notkun, þar sem þetta var í umræðunni fyrir nokkrum árum síðan að hafa slíkt kerfi til staðar ef að Hekla færi að gjósa á ný og ferðamenn væru á svæðinu. Ég veit að þetta er fullvel hægt og er notað í dag erlendis. Sjá dæmi um slíkt hérna og hérna. Það er þó ljóst að svona kerfi krefst samvinnu við þau farsímafyrirtæki sem eru á Íslandi núna í dag.

Þegar það fór að gjósa í Eyjafjallajökulli þá sendi Neyðarlínan SMS til allra íbúa svæðisins í einu. Þar er reyndar reikna ég með að símaskráin hafi verið notuð, frekar en þessi tækni sem hérna um ræðir. Ég viðurkenni það alveg að ég veit ekki hvort að þessi tækni hefur verið tekin í notkun, og leiðrétti það því hér með og mun gera það einnig á eldgosa og jarðskjálfta bloggsíðunni í nýrri færslu sem birtist þar á eftir.

Frétt Pressunar.

Er Hekla að fara að gjósa í dag? – Sama atburðarás í gangi nú og þegar fjallið gaus síðast