Rangfærslur stjórnarandstöðunar um bann á sölu heimabaksturs

Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig stjórnarandstaðan fær að halda fram rangfærslum um bann við sölu á heimakökubakstri. Sérstaklega þar sem því er ranglega haldið fram að þarna sé fram að lög frá ESB í gegnum EES samninginn banni sölu á heimabakstri. Staðreyndin er hinsvegar sú að þarna er um að ræða séríslenska reglugerð sem er sett af íslenskum ráðherra í samræmi við heimildir í lögum um matvæli. Staðreyndin er nefnilega sú að kröfur ESB um þessi málefni ná ekki svona langt og hafa ekki gert það hingað til. Enda er sala á heimabakstri mikið menningarmál í mörgum löndum Evrópu sem eru aðildar að ESB núna og hafa verið í lengri tíma.

Það hefði verið mjög einfalt fyrir þann ráðherra sem sér um þennan málaflokk að undanskilja heimabakstur til góðgerðarmála, skemmtihalds (þorrablóta) og annara atburða frá þessu banni við sölu á matvæla. Enda er það ekki ESB sem bannar þetta. Heldur er hérna um að ræða al-íslenskt bann og ekkert annað. Það þýðir því lítið fyrir alþingismenn sem eru nóga öfgafullir og siðlausir til þess að standa á móti ESB aðild Íslands að koma með svona rangfærslur í fjölmiðlum á Íslandi.

Síðan væri það mikil framför ef stjórnmálamenn á Alþingi færu að kynna sér lögin sem um ræðir áður en þeir færu að fullyrðina eitthvað um það. Það minnkar hættuna á því líta út eins og fábjáni þegar flett er ofan af þvælunni frá viðkomandi þingmanni eða þingmönnum.

Það er einnig þess virði að benda háttvirtum fábjánum á Alþingi sem eru á móti ESB aðild Íslands, að ef Ísland væri aðili að ESB þá væri hægt að koma sjónarmiði íslendinga fram þegar þessi löggjöf er saminn og koma inn sér-reglum varðandi sölu á heimabakstri til góðgerðarmála.

Umrædd lög á vef Alþingis.

Lög um matvæli
Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 auk afleiddra gerða.

Frétt Rúv

Gagnrýnir matvælalöggjöf frá ESB

Bloggfærsla uppfærð kl: 23:01 UTC þann 28. Júlí 2011. Stafsetningarvilla lagfærð.

4 Replies to “Rangfærslur stjórnarandstöðunar um bann á sölu heimabaksturs”

 1. Ég heyrði í alþingismanninum í morgunútvarpinu í gær og mér fannst hann ekkert vera að undanskilja sig né kenna öðrum um. Talaði um að þetta hefði misfarist hjá Alþingi.

  Varðandi Evrópusambandið. Breytist nokkuð við að ganga í það, nema umsóknareyðublöðin fyrir styrkina.

 2. Jon, here in Britain we have had to accept laws about making home made food. We have a National institution, the Women’s Institute. They do much good work and made money for charities by selling home made jam and cakes. They now have to abide by the EU Laws and no longer can sell their produce.
  The same applies to farm produce. Many farmers relied on cottage industries. Now there are so many rules and regulations they cannot afford to do this.
  I do not follow any particular political Party any more as they are all so similar. They all seem to be driven by the financial bodies of many other countries.
  The whole of Europe is in a mess and the Euro is now teetering on the brink of disaster.
  I am not sure that the EU has been a successful experiment!

  1. Then it is your local politician how has banned this as has happened in Iceland. The EU law does not forbid sales of small amount directly to people as this law does not apply to it. The scope of the EU law in question does not forbid sales of home made goods.

   That part is leaved up to local governments as sad before.

Comments are closed.