Þar sem öfgarnar mætast á Íslandi

Það verður seint sagt að Ísland sé laust við öfgafulla einstaklinga. Vegna þess að það er staðreynd að á Íslandi þrífast öfgar og öfgafullir einstaklingar mjög vel í skjóli fáfræði og fordóma sem er að finna í íslensku samfélagi.

Á Íslandi snúast þessar öfgar um útlendinga og meinta hættu af þeim. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingar hafa aldrei haft neitt að óttast af hálfu útlendinga. Þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram af andstæðingum EFTA, EES og núna ESB eru alltaf þær sömu. Hérna er dæmi frá Ragnari Arnaldssyni frá árinu 1969. Í dag má finna sömu fullyrðingar frá Ragnari Arnaldssyni og fleirum sem eru sammála honum í þessari þvælu.


Smellið á myndina til þess að fá fulla upplausn.

Ragnar Arnalds stofnaði og var formaður samtakanna Heimssýn, sem byggja á algerri einangrun Íslands. Bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Það er bara auglýsingabragð hjá Heimssýn að tala um það að sé stór heimur fyrir utan ESB. Sérstaklega í ljósi þess að Evrópusambandið hefur samskipti og viðskipti við allan heiminn og hefur alltaf gert það.

Núna hefur Ragnar Arnalds ásamt fleiri öfgafullum vinstri mönnum á Íslandi stofnað vefsíðuna Vinstri Vaktin gegn ESB. Þar sem þessir menn mála málflutning sinn sem einhverskonar bjargvætt íslensku þjóðarinnar. Þar sem þeir þykjast standa fyrir velferð og allan þann pakka. Þetta setja þeir þó fram án þess að hafa útskýrt hvernig þeir ætli sér að gera það, sem er mjög áhugavert. Þar sem þessum mönnum tókst það ekki þegar þeir voru sjálfir í ríkisstjórn á árunum 1970 til ársins 1982 (með hléum þó). Það sem Ragnar Arnalds er hvað frægastur fyrir er að hafa eyðilagt gömlu íslensku krónuna með 100% verðbólgu á sínum tíma.

Staðreyndin er hinsvegar sú og verður alltaf sú að Ragnar Arnalds og fólk sem talar eins og hann er bara að halda þessu fram út frá tilfinningarökum (argumentum ad populum).

Á hinum enda litrófsins er hægra öfgafólkið að finna. Þar eru menn eins og Styrmir, Björn Bjarnarson fyrrverandi dómsmálaráðherra, Davíð Oddsson, Hannes Hólmstein og fleiri. Þessir menn reka og koma nálægt vefjum AMX, Evrópuvaktin, Heimssýn (eru í stjórn Heimssýnar sem dæmi)

Markmið þessa fólks er mjög svipað og öfgafólksins sem er til vinstri. Það er að halda íslandi efnahagslega einangruðu og halda samskiptum við útlönd eins litlum og hægt er. Ástæðunnar eru þó aðrar en fólksins til vinstri. Þar sem helsta hugmyndafræði öfgafólksins til hægri er sú að reka á Íslandi bandarískt hagkerfi, og hafa sem flesta þætti þjóðfélagsins í höndum einkaaðila. Einnig sem þetta fólk á hægri vægnum vill tryggja og vinna að því Ísland verði í nánari samskiptum við Bandaríkjunum, jafnvel að það verði tengt ríki innan Bandaríkjanna (Unincorporated organized territories). Þannig að Ísland mundi tilheyra Bandaríkjunum, en samt halda sjálfstæði sínu að nafninu til.

Þessi staðreynd verður augljóst og sést þegar gjörðir og markmið hægri manna eru skoðuð síðustu áratugina á Íslandi, og áhrifin eru ekki farin að leyna sér á Íslandi. Ný-frjálshyggjan sem innleidd var á Íslandi var öll að Bandarískri fyrirmynd. Efnahagshrunið árið 2008 var hinsvegar endanleg niðurstaða þessar stefnu öfga-hægri manna á Íslandi.

Ástæður þess að þetta fólk er á móti ESB aðild Íslands eru því há-pólitískar og snúast ekki um hag heildarinnar eins og halda mætti. Hérna er hérna um að ræða hugmyndafræði sem gengur útá það að viðhalda ónýtu hagkerfi á Íslandi, sem og pólitísku kerfi sem kemur niður á framþróun á Íslandi. Hvort sem það er í tækniþróun, byggðarþróun eða efnahagslegri þróun.

Það er því nauðsynlegt fyrir íslensku þjóðina að styðja við aðildarferli og aðildarumsókn Íslands. Svo hægt sé að koma í veg fyrir stöðnun á Íslandi næstu áratugina. Íslenska þjóðin á svo margt undir því að aðildarviðræður Íslands gangi vel og að aðildarsamningur Íslands og ESB verði samþykktur í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur.

2 Replies to “Þar sem öfgarnar mætast á Íslandi”

 1. Hi Jon

  Just my views from an English experience. One or two things to think about.
  Firstly Accept that no Political party is every perfect! Left ,right or middle.

  I remember the Cod wars. When Iceland and England were „enemies“. How right Iceland was to take a stand.
  We in Britain allowed fishing by any country. As a result the Russian trawlers and their Factory ships, The Spanish, French they all wrecked the sea beds. They all took undersized fish. Now our fishing industry is gone.

  Britain used to have a successful farming industry that could keep us as an Island Nation, like yourselves, almost self sufficient. We joined the EU and now farming too is in real trouble. The laws from the EU may suit French farmers but certainly not ourselves.

  We now have European Laws that are undermining our own justice system. For instance we cannot deport illegal immigrants. So we have a major problem with people entering the country without full control. We now have an increase in cases of Tuberculosis and a decrease of money into our benefits system for the really needy. simply because we cannot monitor who is in the country.

  Be careful of giving up your independence Jon , for you will find soon your fish gone. Your animal farming will be restricted and you will HAVE to take in „Workers“ from other EU countries.

  This may be a very simplistic view. But Oh dear! I do wish we had not joined with Europe. We in britain never evr got the chance to vote for or against. A sad day for us.

  1. You get several things wrong about the EU. But it that EU has no laws that undermine countries justice system, as the EU is not a country and does not have it’s own jurisdictional system when it comes to people. The only court that EU has is ECJ (European court of Justice) and that court only deals with law breaking countries inside EU, or of a country is breaking rules on people against EU laws.

   EU laws in regards to farming have been working for UK farmers for a long time now. The current problems in the UK are not related to EU laws. The source are different and local one. Something that cannot be blamed on the EU.

   Regardless on how much the UK tabloid want to do.

   Iceland has been part of the EU signle market since the year 1994. That includes workers from other countries. So if Iceland where to join the EU nothing would change there. But this is with the EEA agreement that this happens.

   No country that has joined the EU has lost it’s independence. It does not happen and has never happened. That is a fact.

   I have a minor advice for you. Don’t trust the UK tabloids when it comes to EU matters. They do not know what they talk about, and they make up more nonsense about the EU then any other news papers in the whole of Europe.

   You can check out the basic EU information here, http://europa.eu/about-eu/basic-information/index_en.htm

Lokað er fyrir athugasemdir.