Efnahagskreppa í boði einangrunar Íslands

Það er ekki ofsögum sagt að ákveðnir þjóðfélagshópar innan Íslands keppist við þessa dagana að einangra Ísland og íslendinga í kjölfarið á efnahagskreppunni. Þar sem gjarnan er notuð sú lína að efnahagskreppan á Íslandi sé alþjóðlegum samskiptum Íslands að kenna. Gildir þá einu hvort um sér að ræða EFTA og EES aðild Íslands, eða hugsanlega ESB aðild Íslands.

Staðreyndin er nú samt sú að efnahagskreppan á Íslandi er eingöngu íslendingum sjálfum að kenna og engum öðrum. Þökk sé efnahagsstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins frá árinu 1995 til ársins 2007 þá er skuldastaða Íslands orðin óbærileg með öllu, og nærri því óviðráðanleg. Þökk sé IMF aðild Íslands þá hefur ennþá tekist að halda hagkerfinu á Íslandi gagnandi síðustu árin. Það er þó alveg óljóst hvernig þetta mun ganga ef efnahagskreppan í löndunum sem eru í kringum okkur versnar til mikilla muna eins og virðist vera raunin núna um þessar mundir. Sú staða mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Þar sem útflutningur frá Íslandi mun dragast saman og áhugi á fjármögnun og fjárfestingum á Íslandi mun falla niður í frostmark og jafnvel kaldara en það.

Ástæðan fyrir því að það verður enginn áhugi á fjárfestingum á Íslandi er mjög einfaldur. Ísland er núna í einangrun gjaldeyrishafta með gjaldmiðil sem enginn hefur áhuga á að stunda viðskipti í. Allt sem tengist íslensku krónunni og erlendum gjaldmiðlum fer í gegnum Seðlabanka Íslands, sem hefur það hlutverk í dag að takmarka fjármagnsflæði erlends gjaldeyris frá Íslandi. Þetta er í raun ekkert annað en óverjandi staða fyrir íslendinga að standa í. Þar sem íslendingar munu á endanum þurfa að borga upp lán sín, sem eru að meirihluta til öll í erlendum gjaldeyri.

Með dýpri kreppu og minni útflutningi frá Íslandi í kjölfarið þá mun það verða erfitt, ef ekki ómöguleg staða sem íslendingar eru komnir í með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Þetta er staða sem evru-ríkin eru ekki í, jafnvel þó svo að staðan sé mjög erfið þar. Þá er hún ekki nærri því eins slæm og sú staða sem er að koma upp á Íslandi þessa dagna. Enda er það svo að vextir á Íslandi og verðbólga endurspegla þessa stöðu mjög vel. Þróunin mun verða mjög svipuð á næstu dögum og mánuðum, verðbólga mun aukast ásamt stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, verðlag mun hækka í kjölfarið og efnahagssamdráttur mun aukast í kjölfarið. Þetta mun koma fram með auknu atvinnuleysi og meira atvinnuleysi til lengri tíma litið.

Ástæðan fyrir þeirri stöðu sem íslendingar eru komnir í er mjög einföld og hefur alltaf verið það. Ástæðan er sú einangrunarstefna sem hefur verið rekin á Íslandi. Þessi stefna lýsir sér í því að fara seint og illa í alþjóðlegt samstarf eins og EFTA, EES og núna síðast umsókn Íslands um aðild að ESB. Þessi stefna íslendinga í utanríkismálum hefur kostað íslendinga milljarða í gegnum tíðina og heldur áfram að kosta íslendinga milljarða. Þessari stefnu hefur að hluta til verið stjórnað af hægri og vinstri mönnum sem eru hvað lengst útá kanti í sínum stjórnmálum. Sem betur fer þá hafa þessir menn ekki alltaf fengið sínu framgengt, vegna þess að ef svo væri. Þá væru íslendingar hvorki í EFTA eða EES núna í dag.

Því miður fyrir íslendinga núna í dag. Þá er annar stjórnarflokkana mjög upptekin af því að einangra Ísland og íslenskt efnahagslíf. Þetta felur meðal annars í sér að takmarka samkeppni á Íslandi, hækka verðlag og gera sitt besta í að tefja fyrir og valda skemmdarverkum á aðildarumsókn Íslands að ESB. Fremstur í flokki fer þar Landbúnaðarráðherra Jón Bjarnarson, en bæði Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon og Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson, ásamt Menntamálaráðherra hafa gert sitt til þess að tefja og valda skemmdum á þessu ferli. Þó svo að þau hafi ekki verið eins og hávær og klaufsk í þessari frekju sinni og Jón Bjarnarson.

Afleiðingar af hegðun Vinstri Grænna í ríkisstjórn Íslands hafa ekki látið á sér standa. Efnahagsleysi Atvinnuleysi er orðið stöðugt í kringum 10% núna og mun væntanlega aukast á næstunni. Efnahagur Íslands er frosin og stefnir í að botnfrjósa á næstu mánuðum. Þökk sé afar þröngsýni stefnu Vinstri Grænna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það sem meira er. Ástandið á Íslandi er ekki líklegt til þess að batna á næstu mánuðum og árum. Ástæðurnar fyrir því er bæði að finna á Íslandi og utan þess.

Það er alveg ljóst núna að efnahagskreppan í heiminum er aftur farin að dýpka og mun dýpka umtalsvert á næstu mánuðum. Hvernig ríki munu koma undan þessari kreppu veltur algerlega á því hversu vel þau hafa unnið heimavinnuna síðustu mánuði í þeirri kreppu sem hefur ríkt frá árinu 2007. Í stuttu máli má reikna með að flest öll aðildarríki Evrópusambandsins komi vel útúr þessari kreppu, jafnvel þó svo einhver vandamál verði í gangi á næstu mánuðum á Íslandi.

Verstu og stærstu vandamálin verða þó til staðar á Íslandi. Þar sem efnahagur Íslands er í gjaldeyrishöftum og bundin þeirri böl sem íslenska krónan raunverulega er. Enda er það þannig að það eru afskaplega litlar líkur á því að íslenskur efnahagur þoli meiri samdrátt í útflutningi en hefur nú þegar orðið vegna kreppunnar erlendis. Enda er það þannig að þetta er falinn samdráttur í útflutningi. Þar sem að meira fæst fyrir minni útflutning frá Íslandi núna um þessar mundir vegna veiks gengis íslensku krónunnar. Það er ansi mikil hætta á því að íslenskur efnahagur einangrist ennþá meira en nú þegar er orðið, og að þessi einangrun verði mjög dýr íslensku þjóðfélagi. Mun meira en það sem hefur orðið nú þegar.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir. Þá er ennþá til fólk á Íslandi sem hefur komið því inn í umræðuna á Íslandi að það sé best fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB. Breytir þá engu fyrir þetta fólk að þessar fullyrðingar þess um slíkt eru ósannar og hafa alltaf verið það. Þeir sem eru á móti ESB aðild Íslands og eru ekki langt til hægri eða vinstri er fólk sem er í harðri sérhagsmunagæslu fyrir sjálfan sig og sína félög sem það starfar fyrir. Enda mundi ESB aðild Íslands auka samkeppni á Íslandi, bæta viðskiptaumhverfið og auka kaupmátt almennings. Umræddir sérhagsmunahópar eru Bændasamtök Íslands, LÍÚ, sjálfstæðisflokkurinn (þessi stjórnmálaflokkur er nátengdur viðskiptaumhverfinu og þeirri einokun sem þar snýst), Mjólkursamsalan (einokunarverslun á Íslandi samkvæmt lögum), framsóknarflokkurinn (tengdur viðskiptaaðilum og einokun). Þessir hópar hafa safnast saman undir félaginu Heimssýn sem var stofnað árið 2002 af öfga-vinstri manninum Ragnari Arnalds. Eini tilgangur þessara samtaka er að einangra Ísland pólitísk og efnahagslega, eins og hefur verið stefna öfga-vinstri manna á Íslandi síðustu 60 til 90 árin eða svo.

Stefna hægri manna sem eru á móti ESB aðild Íslands byggir á græðgi og viðleitni þessara manna við að viðhalda ríkjandi einokun á Íslandi. Þannig að hægt sé að auka hagnað þessara manna með einokun og fákeppni á Íslandi. Tilgangur öfga-hægri er mjög svipaður af markmið öfga-vinstri, en þar blandast hinsvegar kynþáttahyggja og hatur á útlendingum ofan í allt annað. Slíkt má ennfremur finna hjá vinstri-öfgamönnum, það er hinsvegar bara betur falið en það er engu að síður þarna til staðar sé vel gáð.

Vilji íslenska þjóðin ekki þurfa að herða sultarólina um nokkur göt í viðbót þá verður íslenska þjóðin að hafna málflutningi þeirra sem vilja viðhalda núverandi ástandi efnahagsmála á Íslandi. Það verður eingöngu gert með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil nokkrum árum síðar eftir inngöngu.

Það verður ennfremur að hafna þeim blekkingum og lygum sem Heimssýn, Evrópuvaktin (vefur öfga-hægri gegn Evrópusambandinu), Vinstri Vaktin gegn ESB (vefur öfga-vinstri gegn Evrópusambandinu), Bændasamtökin (vefur og bændablaðið eru notuð í blekkingar og lygar um Evrópusambandið), Morgunblaðið (vefur ný-frjálshyggjunnar sem er á móti Evrópusambands aðild Íslands) sem koma koma fram í fjölmiðlum andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Vegna þess að þetta eru eingöngu áróðursfjölmiðlar sem berjast gegn Evrópusambandinu með rangfærslum og blekkingum um það sem er að gerast í Evrópu.

Þessir fjölmiðlar og þetta fólk treystir á það að íslendingar nenni ekki að kynna sér málin og fylgjast með erlendum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópu. Á þessu hafna nefnilega þessir fjölmiðlar verið að keyra undanfarin ár og gera ennþá.

Hvað varðar heildarmyndina á öllu þessu. Þá eru efnahagsáhrifin af dýpkandi kreppu nú þegar farin að hafa áhrif á Íslandi samkvæmt frétt Rúv frá því núna fyrr í kvöld (skrifað 6. Ágúst 2011).

Frétt Rúv: Áhrifa farið að gæta hérlendis

Einangrun er ekki nein lausn og hefur aldrei verið það, og mun ekki verða það á næstu áratugum. Vilji íslendingar leysa sín efnahagslegu vandamál. Þá þarf að koma með nýjar lausnir til þess að leysa þessi efnahagslegu vandamál sem íslendingar standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Það er lausn að ganga í Evrópusambandið, en það er ekki nein lausn fólgin í því að reyna eitthvað sem ekki virkar aftur. Eins og er í raun það sem andstæðingar Evrópusambandsins boða og trúa á að muni virka núna, í þetta skiptið. Það virðist litlu breyta fyrir þetta fólk þó svo að þær lausnir sem þetta fólk boðar hafi í raun ekki virkað undanfarin 50 ár eða lengur.

Saga Íslensks efnahags hefur í raun ekki kennt þessu fólki neitt og mun ekki gera það upp úr þessu. Af þessum sökum á að hafna málflutningi og fullyrðingum andstæðinga Evrópusambandsins.

Það gæti þó hugsast að íslendingar vilji halda í hið gamla og ónýta. Ef svo er, þá verður íslendingum að því og það verður ennfremur ekkert hægt að gera því. Þar sem það er íslenska þjóðin sem ræður ferðinni og hvert þjóðin fer á endanum.

Bloggfærsla uppfærð þann 17. Ágúst 2011 klukkan 13:55 UTC.