Vilja viðhalda einokun í íslenskum landbúnaði

Gervi-samtökin Samtök Ungra Bænda, sem virðast ekki vera neitt annað en undirdeild Bændasamtaka Íslands hafa núna krafið þau fyrirtæki sem hyggja á innflutning á landbúnaðarvörum um svör. Þetta er auðvitað dæmalaus hegðun þessara samtaka. Þar sem augljóst má vera að þessi samtök ætla sér að viðhalda þeirri einokun sem ríkir á Íslandi og hefur gert lengi.

Samkvæmt Morgunblaðinu (mbl.is) er spurningin þessi hérna.

„Samtök ungra bænda harma afstöðu þinna hagsmunasamtaka þ.e. Samtaka verslunar og þjónustu gagnvart innlendri búvöruframleiðslu og hagsmunum bænda.

Undanfarnar vikur hafa Samtök verslunar og þjónustu farið mikinn í almennri umræðu varðandi innflutning á kjöti til Íslands. Greint hefur verið frá því að Samtök verslunar og þjónustu undirbúi nú innflutning á kjötvörum sem munu koma í beina samkeppni við innlenda framleiðslu bænda.

Innlend búvara hefur allt frá hruni haldið aftur af vísitölu neysluverðs og verið mikilvægur hlekkur í því að halda niðri verði á matarkörfu heimilanna. Ekki er nokkur vafi á að með þeirri samfélagslegu ábyrgð sem bændur hafa sýnt með því að koma ekki öllum þeim hækkunum sem þeir hafa þurft út í almennt verðlag hafa þeir tekið á sig byrðar sem fyrir vikið hafa ekki lent á neytendum.

Því þykir Samtökum ungra bænda miður að hagsmunasamtök þín vilji í heild sinni hefja innflutning á kjötvörum til Íslands og stuðla þannig að samdrætti í innlendri framleiðslu og veikara atvinnulíf innanlands. Með því að flytja inn vörur sem nú þegar eru framleiddar á Íslandi er tekin óábyrg afstaða til samfélagsins og vegið að innlendri atvinnustarfsemi.

Því spyrja Samtök ungra bænda fyrirtæki þitt hvort þessi fyrirhugaði innflutningur sé gerður í umboði þíns fyrirtækis?“

Tekið úr frétt mbl.is hérna.

Sá galli er á þeirri einokun sem ríkir á Íslandi er sá að þetta er slæmt fyrir neytandann, en fyrst og fremst er þetta slæmt fyrir bóndann sem framleiðir vöruna. Þar sem hann getur ekki fengið hagstæðasta verðið fyrir þá vöru sem hann framleiðir og bóndinn hefur ekki val um það hverjum hann selur framleiðslu sína, til þess að fram hagstæðustu verðin fyrir vöruna sína. Þannig að sú sem er í landbúnaði á Íslandi kemur niður á hagsmunum bænda alveg jafn mikið og hún kemur niður á hagsmunum neytenda, en neytendur á Íslandi eru rændir þeim möguleika að versla þar sem er hagstæðast fyrir þá. Ennfremur sem að einokun dregur sjálfkrafa úr vöruúrvali í búðum og hækkar verð á vörunni.

Sú fullyrðing sem þarna er sett fram hjá „samtökum“ Ungra Bænda er því röng. Sérstaklega þar sem með því að koma í veg fyrir innflutning og þar að leiðandi samkeppni er sjálfkrafa verið að hækka verð á landbúnaðarvörum á Íslandi.

Það er einnig staðreynd að íslendingar hafa skrifað undir alþjóðlega samninga sem krefjast þess að ákveðið magn af landbúnaðarvörum eru flutt inn til Íslands á ári hverju. Jón Bjarnarson Landbúnaðarráðherra er í dag að brjóta þessa alþjóðlegu samninga á mjög svo grófan hátt. Það er hætta á því að WTO muni taka hart á málinu ef þetta verður stundað mikið lengur af hálfu Íslendinga.

Það er alveg ljóst að Samtök Ungra Bænda eru með þessu að ógna fyrirtækjum og blekkja almenning með svona leiðandi spurningum eins og þarna er lögð fram. Þar sem lagt er upp með að innflutningur sé slæmur og allt sem honum tengist.

Ég mæli með því að Samtök Ungra Bænda verði hunsuð, enda er augljóst að þarna er bara verið að gera tilraun til þess að viðhalda landbúnaðareinokun á Íslandi. Sem eins og áður segir kemur bændum og neytendum illa og hefur alltaf gert það.