Ný-frjálshyggjan í Heimssýn

Flest allir íslendingar vita að Heimssýn eru samtök útlendingahatara, einangrunarhyggju og síðan einokunar á Íslandi. Enda standa þessi samtök ekki fyrir neitt annað. Alveg óháð þeim fjölmiðlaspuna sem þau setja um sjálfan sig út undanfarna mánuði á Íslandi.

Innan Heimssýnar eru margir hópar, en stærstir eru þar harðir vinstri-menn sem aðhyllast algera einangrun Íslands frá umheiminum, og síðan eru það harðir-hægri menn sem tilheyra ný-frjálshyggju armi sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk er illa við allt sem heftir „þeirra“ frelsi til þess að græða og ríkisvæða síðan tapið á almenning. Þessu fólki er ennfremur á móti því að ríki bregðist á ábyrgan hátt við hlutum sem eru til þess fallnir að valda óstöðugleika í efnahag viðkomandi ríkja. Þetta sást mjög vel á Íslandi, þar sem þetta fólk gerði nákvæmlega ekki neitt fyrr en Ísland fór á hausinn árið 2008. Fyrir þann tíma var ekkert gert til þess að bjarga einu né neinu á Íslandi. Afleiðinganar urðu auðvitað þær að á Íslandi ríkir núna mjög djúp efnahagskreppa og íslenska krónan er ónýtur gjaldmiðill sem er núna í gjaldeyrishöftum til þess að loka götunum (gjaldeyrishöftin hafa verið í gildi síðan árið 2008).

Þegar ríki í Evrópu bregðast við skortsölu (Short (finance), wiki) sem er að grafa undan hlutabréfamörkuðum þar í landi. Þá bregst ný-frjálshyggju liðið í Heimssýn með þeim hætti að þeir halda því fram án allra staðreynda að Evran þoli ekki hinn frjálsa markað. Það segir auðvitað sitt að þetta fólk talar ekkert um þá staðreynd hvernig það lagði íslenskan efnahag og íslensku krónuna í rúst með glæpsamlegri hegðun sinni árin fyrir hrun. Síðan núna í dag þá vogar það sér að tala á móti ábyrgum viðbrögðum ríkja sem eru að koma í veg fyrir dýpri efnahagskreppu innan síns lands.

Þær fullyrðingar sem Heimssýn setur fram á sínu bloggi er svo fáránleg að hana verður að varðveita, sem viðvörun til allra skynsamlegra manna við þessu fólki og því sem það stendur fyrir.

Evrulandið, sem myndað er af 17 ESB-ríkjum er hafa evru að lögeyri, þolir ekki dagsljós hins frjálsa markaðar og leitar vars með banni á skortsölu. Bann Evrulands á skortsölu afhjúpar betur en flest annað eymdarlega stöðu evrunnar.

Bann á skortsölu er pólitísk viðurkenning Evrulands að dagar gjaldmiðlasamstarfsins eru senn á enda.

Evran er ein helsta röksemd aðildarsinna á Íslandi. Síðasta hálmstráið?

Evran þarf skjól fyrir frjálsum markaði, Heimssýn 12. Ágúst 2011.

Þeir sem hafa kynnt sér málið vita evran er ekki að fara neitt, og hefur að auki styrkst um 11% síðasta árið gagnvart USD.

Hvað varðar íslensku krónuna. Þá eru þessi hérna skilaboð saga í sjálfu sér um stöðu íslensku krónunnar.

Icelandic krona – The last rate was published on 3 Dec 2008.
Heimild: ECB

Það væri skynsamlegast fyrir Heimssýn að leggja sig niður. Enda kemur ekkert málefnalegt frá þessu fólki og hefur aldrei gert það.