Óbirt fréttatilkynning Heimssýnar um byggingu veggs í kringum Ísland

Ég hef komist yfir óbirta fréttatilkynningu frá Heimssýn sem hljómar svona.

Heimssýn 20. Ágúst 2011

Stjórn Heimssýnar tilkynnir hér með stolti fyrir öllum íslendingum áætlun sína að byggja vegg í kringum Ísland. Verður þessi veggur byggður á 200 mílna landhelginni út fyrir ströndum Íslands. Áætlað er að byggingu þessar veggjar verði lokið í árið 2040. Þegar þessi veggur verður kominn í kringum Ísland þá verður loksins hægt að koma í veg fyrir öll erlend áhrif á Íslandi. Enda mun Heimssýn einnig fara fram á allt erlent sjónvarpsefni verði bannað á Íslandi þegar bygging þessa veggs hefst núna þann 1. Október næstkomandi. Heimssýn hefur einnig krafist þess að allur innflutningur á erlendum spólum, kvikmyndadiskum og erlendri tónlist verði bannaður á sama tíma.

Heimssýn hefur einnig krafið ríkisstjórnina um að banna allan innflutning á öllum erlendum vörum til Íslands. Enda hefur það sannast að íslenskar vörur eru alltaf bestar fyrir íslenska neytendur. Heimssýn reiknar með að verðlag á Íslandi muni lækka um 50 til 200% við þessar aðgerðir og að verðbólga verði í kjölfarið ekki nema 0.5% á Íslandi í kjölfarið.

Heimssýn hefur einnig krafist þess að allt verðlag á Íslandi verði ákveðið af verðlagsnefnd. Síðan fór Heimssýn einnig fram á það íslendingum verði bannað að ferðast erlendis. Enda vita allir íslendingar að Ísland er langbest og íslendingar hafa ekkert að gera erlendis. Þar sem útlönd eru skítug og allir útlendingar eru vondir við saklausa íslendinga sem skilja útlönd hvort sem er ekki. Það er einnig skoðun Heimssýnar að allir þeir sem fara erlendis séu föðurlandssvikarar sem skuli fangelsa strax við komuna til Íslands. Enda skilja þessir föðurlandssvikarar ekki að Ísland er langbest í öllu og mun alltaf verða það.

Formaður Heimssýnar, Osmundur Einas Dottasson

Þar hafið það það fólk. Heimssýn er gengið af göflunum.