Langvarandi efnahagskreppa framundan á Íslandi

Það er orðið ljóst núna að á Íslandi mun ríkja langvarandi efnahagskreppa með mikilli verðbólgu til lengri tíma. Ástæðan er mjög einföld, og snýst um þá staðreynd að íslendingar eru ekki tilbúnir til að gera það sem þarf að gera til þess að losna úr efnahagskreppunni á Íslandi.

Helst ber þar að nefna að koma í veg fyrir að þeir fábjánar sem komu íslendingum í þessi vandræði komist ekki aftur til valda á Íslandi. Enda er það alveg ljóst að fábjánar í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum eru ekki líklegir til þess að laga efnahagsástandið á Íslandi, enda er þetta fólkið sem kom íslendingum í þessi vandræði til að byrja með. Það eina sem þessir stjórnmálaflokkar tveir vilja gera er að virkja meira og byggja fleiri álver á Íslandi. Vinstri Grænir eru uppteknir við að reisa múra í kringum íslenskt viðskiptalíf og íslendinga. Það þarf ekki annað en að skoða verk Jóns Bjarnarsonar til þess að átta sig á þeirri staðreynd. Samfylkingin er að reyna laga hlutina, það er þó talsvert erfitt þegar allir eru á móti þér og því sem þú ert að gera. Síðan bætir ekki úr skák þegar besta hugmyndin innan Samfylkinginnar er að virkja meira og byggja fleiri álver [þetta er örugglega sama lið og er að finna í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum, en þolir væntanlega ekki öfgaþjóðernishyggjuna í þessum tveim flokkum].

Íslendingar virðast ennfremur vera uppteknir við að kenna öllum öðrum en þeim sjálfum um hvernig komið er fyrir íslenskum efnahag. Staðreyndin er hinsvegar sú að efnahagskreppan á Íslandi er eingöngu íslendingum að kenna og engum öðrum. Það bætir síðan ekki úr skák að á Íslandi skuli vera til samtök vitleysingja sem kalla sig Heimssýn og boða endanlega einangrun og lokun Íslands. Allt saman í nafni sjálfstæðis og fullveldis sem skiptir ekki neinu máli ef að íslenska þjóðin er gjaldþrota og fátæk í kjölfarið á slíkri einangrunarstefnu.

Íslendingar virðist ennfremur vera mjög uppteknir við að einangra sig og hafna alþjóðlegri samvinnu við Evrópuþjóðir og þær norðurlandaþjóðir sem eru í Evrópusambandinu. Enda er það nú bara þannig að ég hef ekki heyrt nein mótrök fyrir því að aukin viðskipti og tollfrelsi muni koma niður á íslenskum efnahag og fyrirtækjum. Þetta er staðreynd sem rugludallanir og geðsjúklinganir í Heimssýn tala ekkert um. Það er nefnilega gott fyrir íslendinga og íslenskan efnahag að ganga í Evrópusambandið. Ef að íslenskt fyrirtæki þolir ekki erlenda samkeppni. Þá er alveg ljóst að umrætt fyrirtæki þolir ekki innlenda samkeppni og á skilið að fara á hausinn. Þannig virkar frjáls markaður. Óhæfa liðið sem kann ekki að stunda viðskipti fer á hausinn og kemur vonandi aldrei nálægt viðskiptum aftur.

Íslendingar virðast hinsvegar vera staðráðnir í að gera allt rangt, og allt vitlaust þar að auki. Íslendingar segjast ekki vilja aðild að Evrópusambandinu, en vilja samt flytja út eins og þeir geta til Evrópu. Íslendingar vilja ekki Evruna sem gjaldmiðil, en vilja samt sömu vexti og stöðugleika sem evran bíður upp á. Íslendingar vilja sama vöxt og er að finna í Evrópusambandinu [þegar kreppunni líkur] og er að finna í Evrópusambandinu.

Þegar þetta er allt saman skoðað. Þá er augljóst að á Íslandi mun ríkja langvarandi efnahagskreppa með hárri verðbólgu, háu atvinnuleysi og lítilli erlendri fjárfestingu þegar þetta tímabil gengur yfir. Íslendingar eru ennfremur búnir að sjá og finna hvað stefna fólks eins og það sem er að finna í Heimssýn, sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum gerir því. Ég veit ekki hversu íslendingar eru almennt spenntir fyrir því að endurtaka upphaf kreppunnar frá árinu 2008 aftur. Hinsvegar miðað við hugsunarháttinn á Íslandi. Þá virðist íslendingar hlakka alveg voðalega til þess að hafa áframhaldandi efnahagskreppu og ömurlegheit.

Ég hinsvegar neita að taka þátt í þessu, og mun flytja aftur til Danmerkur árið 2013. Í það skiptið verður ekki komið aftur til Íslands nema sem ferðamaður og í heimsóknir til ættingja og vina.