Andstæðingar ESB aðildar á Íslandi fara á taugum

Í ljósi þess að Frakkland og Þýskaland ætla að koma með þá tillögyu að Evrusvæðið haldi fundi um gang efnahagsmála á því, og jafnvel samræmi efnahagsstefnu sína í framtíðinni. Þá hafa andstæðingar ESB aðildar Íslands ákveðið að gera það sem þeir gera best.

Fara á taugum.

Enda hafa þeir margar ástæður til þess að fara á taugum yfir. Þar sem að þessi endalausa framleiðsla dómsdagsspám andstæðinga ESB um endalok evrunnar og ESB munu ekki rætast í kjölfarið á þessum tillögum (sem verða líklega samþykktar í einu eða öðru formi). Enda mun þetta styrkja efnahag evrusvæðisins til lengri tíma litið þegar framkvæmdin hefst á þess sem Forseti Frakklands og Kanslari Þýskalands hafa samþykkt sín á milli þessar tillögur. Framkvændin á þessu ef af verður er í höndum þjóðkjörinna fulltrúa aðildarríkjanna. Það er í Ráðherraráðinu, en ekki hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eins og andstæðingar ESB á Íslandi eru nú þegar farnir að ýja að í sínum málflutningi.

Það er þó augljóst að hvorki Frakkland eða Þýskaland ákveða svona upp á sitt einsdæmi. Heldur verður þetta samþykkt af öllum aðildarríkjum ESB eins og reglur kveða á um.

Ég reikna hinsvegar með nýjum og endurbættum dómsdagsspám frá andstæðingum ESB núna fljótlega, ef þær eru nú ekki nú þegar farnar að koma fram. Sem mig grunar að sterklega sé raunin, svona mið að við það sem ég hef verið að lesa af bloggum andstæðinga ESB á Íslandi. Bloggum sem minna oft á skrif geðveikra manna, frekar en skrif fólks sem er skynsamlegt og upplýst um hlutina.

Frétt BBC News um málið. Ég ætla ekki að vísa í frétt Morgunblaðins um þetta sama mál.

Franco-German call for ‘true euro economic governance’