Þegar Ragnar Arnalds lokaði ríkinu einn dag árið 1982

Á bloggi Silfur Egils er það rifjað upp þegar Ragnar Arnalds lokaði Ríkinu föstudaginn fyrir hvítasunnuhelgina árið 1982. Þá var Ragnar Arnalds Fjármálaráðherra og íslendingar nýlega búnir að skipta út íslensku krónunni til þess að bjarga verðbólgunni hjá sér, en í tíð Ragnar Arnalds sem Fjármálaráðherra þá toppaði verðbólgan í 100% og verðlagið var samkvæmt því.


Smellið á myndina til að fá leshæfa stærð. Blaðið Tíminn árið 1982. Tekið af tímarit.is hérna.


Smellið á myndina til að fá leshæfa stærð. Blaðið Tíminn árið 1982. Tekið af tímarit.is hérna.

Þegar Ragnar Arnalds hætti að vera ráðherra. Þá hélt hann engu að síður að vera sami þröngsýni þverhausinn og hann hefur augljóslega alltaf verið. Enda gerðist það árið 1989 þegar íslendingar fóru að spá í EES samningum að Ragnar Arnalds setti sig upp á móti því og sá þeim samningi allt til foráttu. Á sínum tíma þá sá Ragnar Arnalds einnig EFTA aðild Íslands allt til foráttu, enda taldi Ragnar Arnalds sem svo að við EFTA aðild Íslands þá mundi allur íslenskur iðnaður leggjast af á Íslandi. Það sama fullyrti Ragnar Arnalds við aðild Íslands að EES samningum. Árið 2002 stofnaði Ragnar Arnalds síðan samtökin Heimssýn, til þess að berjast gegn og koma í veg fyrir Evrópusambands aðild Íslands þegar fram liðu stundir. Enda sér Ragnar Arnalds Evrópusambandinu allt til foráttu og telur að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni leggja allan íslenskan iðnað í rúst. Eitthvað sem Ragnar Arnalds hefur áður sagt, en hefur aldrei ræst.

Það eina sem gerðist við EFTA og EES aðild Íslands er að hagur almennings hefur batnað til muna. Slíkt mun einnig gerast við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er þó ljóst að Ragnar Arnalds mun aldrei segja fólki frá því. Enda hatar maðurinn alla svona samvinnu sem Evrópusambandið raunverulega er.

Uppfært: Hérna er leiðari Dagblaðsins-Vísir frá árinu 1982, eftir Hvítasunnuhelgina það árið.


Smellið á myndina til að fá leshæfa stærð. Blaðið Dagblaðið-Vísir árið 1982. Tekið af tímarit.is hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 02:12 UTC þann 22. Ágúst 2011.
Bloggfærsla uppfærð klukkan 02:32 UTC þann 22. Ágúst 2011.