Stærsta dæmið um vantraust í garð útlendinga á Íslandi

Hérna er eitt stærsta dæmið sem ég veit um vantraust í garð útlendinga á Íslandi. Það er sú goðsögn að útlendingar komi til Íslands og kaupi upp allt land á Íslandi. Þessi umræða fór fram á Íslandi rétt áður en íslendingar gengu í EES á árunum 1989 til 1993. Þar var fullyrt að útlendingar mundu kaupa upp allar jarðir á Íslandi við inngöngu Ísland í EES. Hvað gerðist svo í raunveruleikanum. Nákvæmlega ekki neitt. Áhugi útlendinga á því að kaupa jörð á Íslandi var svo lítill að hann hreinlega mældist ekki, og gerir það sjaldan.

Þess í stað eru það íslenskir auðmenn sem kaupa jarðir á Íslandi eingöngu fyrir sumarbústaðinn sinn. Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi um útlendinga og jarðir á Íslandi. Þá er öllum kaupum útlendinga á íslenskum jörðum mætt með mikilli tortryggni og jafnvel hreinræktaðri andúð. Núna í dag kemur þessi tortryggni og andúð bæði fram í lögum á Íslandi, og síðan í ummælum Innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni á bloggsíðu hans núna í kvöld. Þess má einnig geta að umrædd lög eru sett á mesta uppgangstíma (nema kannski fyrir utan núverandi tímabil) fasista og útlendingahaturs á Íslandi. Þar sem allt sem var erlent var gert tortryggilegt á Íslandi og kerfisbundið alið á fáfræði um útlendinga er erlendri menningu.

Svona öfgar eru auðvitað óþolandi, enda eru þetta ekkert nema faldir fordómar í garð útlendinga. Enda er hérna um að ræða algerlega tilefnislausan ótta við útlendinga og ímynduð uppkaup þeirra á jörðum á Íslandi.

Það er alveg ljóst að Ögmundur Jónasson á ekki gera neitt annað en að skammast sín fyrir svona, og síðan á hann að segja af sér fyrir vanhæfni í starfi og fyrir að vera bera svona mikið hatur í garð útlendinga eins og raun ber vitni. Eins og augljóst má vera að hann er og hefur alltaf verið. Enda er ekki einleikið hversu mikið Ögmundur Jónasson tortryggir allt það sem erlent er. Þessi staðreynd verður ennþá augljósari þegar verk hans í garð erlendra flóttamanna og innflytjenda eru skoðuð síðustu árin. Ögmundur er ennfremur það sem kallað populist í stjórnmálum, en það þýðir að hann er líklegur til þess að gera það sem þykir líklegt til vinsælda en hluti sem eru óvinsælir en kannski nauðsynlegir.

Tortryggni íslendinga á allt það sem erlent hefur kostað íslendinga lífsgæði framfarir á síðustu áratugum. Er ekki komið nóg af þessu ?