Ábyrgð Forseta Íslands á Icesave málinu

Það er engin vafi á því að ábyrgð Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave málinu er mjög mikil. Jafnvel þó svo að Forseti Íslands beri ekki neina ábyrgð samkvæmt Stjórnarskrá Íslands.

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
1)L. 56/1991, 2. gr.

Ábyrgð Forseta Íslands snýst um þá staðreynd að núna þurfa íslendingar að borga allt að 1300 milljarða, auk skaðabóta og vaxta í staðinn fyrir 600 milljarða úr þrotabúi gamla Landsbankans. Þetta er mikil ábyrgð og það er kominn tími til þess að Forseti Íslands útskýri mál sitt fyrir þjóðinni. Það sem Ólafur Ragnar hefur sagt í fjölmiðlum undanfarið er ekki útskýring, heldur alvöru útskýring á því afhverju Ólafur Ragnar var tilbúinn til þess að fórna efnahag íslensku þjóðarinnar í til þess að blása upp sitt eigið egó og ímynd í fjölmiðlum á Íslandi og erlendis.

Fréttir af þessu máli.

Stjórnvöld beygðu sig undir ofbeldi (Rúv.is)
Forsetinn: Áttum ekki að láta undan fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga. AGS var notaður sem „hnefi“ (eyjan.is)
Rétt að hafna Icesave (Rúv.is)