Vaxandi órói í Kötlu

Það virðist vera sem svo að það sé vaxandi órói í eldstöðinni Kötlu. Hinsvegar rís og fellur þessi órói á víxl, og þessa stundina er óróinn fallandi. Þetta virðist vera svipaður órói og átti sér stað í Júlí þegar brúin yfir Múlakvísl fór í flóði. Þessa stundina hinsvegar er þessi órói ennþá minni en þá, en það er vonlaust að segja til um það hversu lengi það muni.

Þessi órói virðist vera í beinu samhengi við jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kötlu fyrr í gær. Það er sama staða og kom upp í Júlí fyrir óróann og flóðið sem kom niður Markarfljót þá.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst mjög snögglega og án nokkurs fyrirvara. Hversu lengi núverandi ástand varir er ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Það er hinsvegar ljóst að Katla er farin að hita undir fyrir eldgos, og núna virðist eldstöðin meina það af fullri alvöru.