Jarðskjálftahrina í Kötlu

Núna í morgun hófst á ný jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er sú kröftugasta síðan í Júlí sýnist mér. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, en í nótt kom jarðskjálfti upp á allavegna ML2,6 sýnist mér. Ég veit ekki dýpið á þeim jarðskjálfta þessa stundina.

Mér þykir víst að þetta bendi til þess að það sé farið að styttast í að eldgos verði í Kötlu. Þó svo að ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hvenær það gæti gerst. Jarðskjálftahrinan í Kötlu er ennþá í gangi, en dettur reglulega niður þrátt fyrir það.