Nauðsynlegt að endurskrifa íslandssöguna

Í ljósi nýrra fornleifafunda í Færeyjum. Þá má augljóst vera að það er orðið nauðsynlegt að endurskrifa landsnámssögu Íslands. Enda er ljóst að byggð hefur verið komin til á Íslandi löngu fyrir árið 800, og jafnvel löngu fyrir árið 600 (elstu merki byggðar sem fundist hafa hingað til á Íslandi) á Íslandi (samkvæmt nýlegum rannsóknum).

Sú staðreynd að byggð í Færeyjum var hafin í kringum árið 300, eða jafnvel fyrr er mjög mikilvæg staðreynd fyrir íslenska sögu. Enda er ennþá á margt óljóst um upphaf byggðar á Íslandi. Alveg óháð því sem þær sögubækur sem hafa verið hafðar sem heimildir (kannski vafasamar heimildir mætti frekar segja) um upphaf byggðar á Íslandi.

Eitt er þó ljóst. Sögu Íslands þarf að endurskoða og nauðsynlegt er að auka rannsóknir í fornleifafræði á Íslandi til að komast að staðreyndum málsins um upphaf byggðar á Íslandi.

Frétt um þetta mál.

Landnám í Færeyjum fyrir víkingaöld (Rúv.is)