Engir háir herrar í Evrópusambandinu fyrir Jón Bjarnarson

Það er lýsandi fyrir fáfræði Jóns Bjarnarsonar um Evrópusambandið er sú staðreynd að hann hefur ekki hugmynd um starfsemi og ákvarðanartöku í Evrópusambandinu þegar hann talar um „háu herra“ í fjölmiðlum á Íslandi. Sem Ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þá ætti Jón Bjarnarson að fá lámarks kynningarefni um Evrópusambandið, þá annaðhvort frá Evrópusambandinu sjálfu eða frá Utanríkisráðuneyti Íslands.

Svo að Jón Bjarnarson hafi allavegana vita á því sem hann talar um. Það er nefnilega augljóst núna í dag að Jón Bjarnarson hefur ekki neitt einasta vit á því hvað hann talar um þegar hann fullyrðir þetta um Evrópusambandið. Enda eru engir háir herrar í Evrópusambandinu. Enda er allt það sem Evrópusambandið gerir stefna sem er samþykkt af öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið þurfa að taka upp þessa stefnu eins og hún er í dag. Í aðildarviðræðum er hægt að semja um sérlausnir ef aðstæður kalla sérstaklega á það, og það er alla jafna gert núna í dag. Enda er stefna Evrópusambandins í dag að koma með aðildarsamninga sem henta nýjum aðildarríkjum, frekar en sú stefna að ein stærð henti öllum. Eins og var lengi stefnan þegar það kom að stækkun Evrópusambandins fyrr á árum.

Þau aðildarríki Evrópusambandsins sem hafa verið lengi aðildar hafa getað samið um sérlausnir ef það hentar þeim. Besta dæmið er undanþága Danmerkur og Bretlands frá upptöku evrunnar. Þó er líklegt að Danmörk muni falla frá undanþágunni varðandi Evruna og nokkrar sérlausnir sem Danmörk er með til staðar í dag. Þó er það þannig að slíkar breytingar verða ekki framkvæmdar nema í þjóðaratkvæði.

Þeir einu sem Jón Bjarnarson kemur til með að útskýra afstöðu sína til eru skipaðir fulltrúar aðildarríkjanna í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, og síðan fyrir Ráðherrum aðildarríkjanna í Ráðherraráði Evrópusambandsins. Hugsanlegt er að hann þurfi að útskýra afstöðu sína fyrir Evrópuþingmönnum á Evrópuþingi Evrópusambandins, þó eingöngu í þeim nefndum sem koma að stækkun Evrópusambandsins og sjá um málefni tengd aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Það eru ekki aðrir sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það er hætta á því að Jón Bjarnarson verði fyrir vonbrigðum þegar hann áttar sig á þessari staðreynd. Síðan kemur vonandi skömmin, þegar Jón Bjarnarson áttar sig á því að hann hefur gert sig að fífli fyrir framan aðra Landbúnaðarráðherra í Evrópu.

Fréttir af kjánaskap Jón Bjarnarsonar.

Er reiðubúinn að fara til Brussel (mbl.is)