Yfirgangur sjálfstæðisflokksins og þingmanna hans

Það er áhugaverð staðreynd að þingmenn sjálfstæðisflokksins eru þeir alþingismenn sem hvað kvarta og væla sem mest á Alþingi Íslendinga. Þeir kvarta yfir öllu sem þeim dettur í hug, og allt í þeim tilgangi til þess að koma stefnu sinni í framkvæmd. Jafnvel þó svo að þeir séu í stjórnarandstöðu. Besta dæmið er framganga sjálfstæðisflokksins gegn lýðræðislegum breytingum á Íslandi eftir efnahagshrunið.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ýtrekað og skipulega komið í veg fyrir breytingar á Íslandi í kjölfarið á efnahagshruninu. Engu að síður þá sjá 50% kjósenda ástæðu til þess að verðlauna þessa hegðun í skoðanakönnunum.

Afleiðingar þessar hegðunar eru augljósar. Núna er allt fast á Alþingi vegna þessa yfirgangs sjálfstæðisflokksins. Enda eru þeir að koma í veg fyrir stjórnkerfisbreytingar á stjórnsýslu Íslands vegna þess að slíkar breytingar henta þeim ekki. Það breytir engu þó svo að það sé búið að samþykkja breytingartillögu frá sjálfstæðisflokknum og öðrum í stjórnarandstöðunni. Þeir halda áfram að frekjast og vera með yfirgang.

Til að hafa það alveg á hreinu. Þá mundi sjálfstæðisflokkurinn aldrei samþykkja breytingartillögur frá stjórnarandstöðunni ef þeir væru í ríkisstjórn. Síðan vilja íslendingar þetta viðriðni af stjórnmálaflokki aftur við stjórnvölin á Íslandi samkvæmt skoðanakönnunum (af þeim sem tóku afstöðu). Mörgum íslendingum er ekki sjálfrátt þegar það kemur að sjálfstæðisflokknum.

Fréttir af yfirgangi sjálfstæðisflokksins.

Stál í stál á Alþingi (Rúv.is)