Heimssýn og Evrópuvaktin boða áframhaldandi kjaraskerðingu almennings á Íslandi

Árið 1981 skiptu íslendingar um gjaldmiðil. Þá voru tvö núll tekin af íslensku krónunni. Þannig að 1000 gamlar krónur urðu 10 nýjar krónur. Þegar þetta var gert þá var íslenska krónan (þessu nýja) á rúmlega pari við dönsku krónuna. Frá því að vera mjög verðlaus gjaldmiðill í dönskum krónum talið fyrir það ár. Þessi kjaraskerðing í gegnum íslensku krónuna kom auðvitað eingöngu niður á íslenskum almenningi og fyrirtækjum sem ekki höfðu aðgang að erlendum gjaldeyri.

Hérna eru nokkrar sögulegar fréttir um þetta mál.

Allar þessar blaðsíður eru fegnar af vefsíðunni tímarit.is. Smellið á myndinar til að fá leshæfa stærð.

Það er ótrúlegur samhljómur með þessu ástandi sem var uppi árið 1980 og árin þar á undan. Það er áður en gengi íslensku krónunnar var fellt 100 falt (tvö núll tekin af íslensku krónunni). Árið 1981 var 1 DKK rúmlega 1 ISK, eða nærri því á pari. Í dag er 1 DKK rúmlega 21,24 ISK krónur. Á rúmlega 30 árum hefur gengi íslensku krónunnar því fallið mjög mikið, einhver sagði að þetta fall væri rúmlega 95% á rúmlega 30 árum. Ég er ekki frá því að það sé nærri því að vera rétt.

Það er þó ljóst að þeir sem berjast gegn Evrópusambands aðild Íslands og evrunni vilja viðhalda í þessa kjaraskerðingu, gengisfall (handvirkt ef ekki sjálfvirkt), verðbólgu, hátt verðlag og almenna skerðingu á launum íslensks almennings með því að lækka gengi íslensku krónunnar og skerða þannig kjör íslensks almennings á óbeinan hátt (hærra verðlag á erlendum vörum). Síðan má minnast á gjaldeyrishöft og jafnvel hugsanleg innflutningshöft (eftir að Ísland verður rekið úr EES og EFTA fyrir að standa ekki við kröfur aðildar) á vöruinnflutningi til Íslands.

Þeir sem vilja skerða kjör íslensks almennings eru eftirtaldir aðildar.

Heimssýn
Evrópuvaktin
Sjálfstæðisflokkurinn
Framsóknarflokkurinn
Vinstri Grænir
Aðrir stjórnmálaflokkar á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ég er persónulega ekki tilbúinn að láta íslenska stjórnmálaflokka að hafa mig af fífli með endalausum kjaraskerðingum með því að nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Af þeim sökum mun ég flytja aftur til Danmerkur á næsta ári. Hvað almenningur á Íslandi gerir er hans að ákveða, en nýjustu skoðanakannanir boða ekki bjarta framtíð fyrir íslendinga.

3 Replies to “Heimssýn og Evrópuvaktin boða áframhaldandi kjaraskerðingu almennings á Íslandi”

    1. Þér verður ekki sama þegar launin þín verða að engu í verðbólgunni og þú þarft að borga 15.000 kr fyrir einn lítin Cherros pakka útí búð.

  1. Mjög gott innlegg og málefnalegt hjá þessum aðila.
    Í stað þess að rökræða málefnið kemur hann með glórulaust skítkast.
    Sýnir reyndar fram á málefnaþurrð hjá NEI sinnum.

    Almenningur er að fara að fatta þetta. Stuðningurinn mun aukast með tímanum og Ísland mun ganga í ESB og taka upp evru. Og þá vonandi getur þú aftur komið til Íslands. Og þarft ekki að hafa áhyggjur af reglulegri kjaraskerðingu.

Lokað er fyrir athugasemdir.