Rangfræsla Evrópuvaktarinnar (Styrmis) um ákvarðanatöku í Evrópusambandinu

Vefurinn Evrópuvaktin er vefur sjálfstæðisflokksins og talsmaður þeirrar einangrunarstefnu sem er rekin þar á bæ. Þessi vefur hefur þann eina tilgang að birta rangfærslur um Evrópusambandið og starfsemi þess og hlutverk. Þetta hlutverk var núna síðast fjármagnað með 25 milljón króna styrk frá Alþingi íslendinga. Það standa tveir menn á bak við þennan vef opinberlega, ritstjórinn virðist ekki leggja neitt til málana á þessum vef. Þó er talverður hluti af nafnlausum áróðursgreinum birtur þarna sem gætu verið eftir fleiri aðila.

Styrmir fullyrðir þetta hérna um Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er eini aðilinn í ESB-kerfinu, sem hefur frumkvæðisrétt að löggjöf. Þegar sá frumkvæðisréttur bætist við það hlutverk framkvæmdastjórnarinnar að sjá síðan um framkvæmd laga og annarra ákvarðana og hafa eftirlit með þeim er ljóst að framkvæmdastjórnin er ein valdamesta stofnunin í þessu kerfi.

Það er svolítið erfitt að bera yfirstjórn ESB beint saman við yfirstjórn í lýðræðisríki eins og á Íslandi. Þannig er ljóst að leiðtogaráðið, sem skipað er forsætisráðherrum og/eða forsetum aðildarríkjanna hefur mest áhrif á stefnumörkun Evrópusambandsins í stórum dráttum og ráðherraráðið hefur mikið að segja á einstökum afmörkuðum sviðum. Þess vegna er hæpið að bera framkvæmdastjórnina beint saman við ríkisstjórn í lýðræðisríki (eins og gert hefur verið að einhhverju leyti í þessum pistlum) en samt fer ekki á milli mála, að framkvæmdastjórnin og ekki sizt forseti hennar, sem nú er Jose Manuel Barroso gegna lykilhlutverk í yfirstjórn Evrópusambandsins. Hún er þó ekki allsráðandi.

[…]

Sjálfsagt er ekki fjarri lagi að ætla, að frá því að bók Stefáns Más kom út fyrir 20 árum hafi staða leiðtogaráðsins orðið sterkari sem stefnumarkandi aðili á vegum Evrópusambandsins.

Það er sérkennilegt fyrirkomulag að framkvæmdastjórnin sé eini aðilinn í ESB-kerfinu, sem geti haft frumkvæði að löggjöf. Sennilega snúast skýringarnar á því um praktísk atriði, þ.e. að hún hafi mannafla til þess að undirbúa löggjöf með viðunandi hætti fyrir þetta fjölmenna þing, sem Evrópuþingið er. Framkvæmdastjórnin hefur yfir að ráða um 25 þúsund starfsmönnum. Það mundi sennilega þýða einhverja margföldun á þeim mannafla, ef einstakir þingmenn hefðu rétt til þess að láta undirbúa löggjöf á eigin vegum og gera tillögu um hana.

[…]

Auk þess að hafa frumkvæðisrétt um löggjöf og sjá um daglegan rekstur Evrópusambandskerfisins er auðvitað ljóst að framkvæmdastjórnin er lykilaðili í fjárlagagerð þess og um framkvæmd fjárlaganna.

Það er því sama frá hvaða sjónarhorni er litið á framkvæmdastjórnina, hún er lykillinn að öllu ESB-kerfinu en hún hefur ekki hið endanlega vald.

[…]

Tekið héðan, Framkvæmda­stjórnin er í lykilstöðu en hefur ekki síðasta orðið, 10 Nóvember, 2011, Vefur Evrópuvaktarinnar.

Það sem Styrmir vitnar (hægt að lesa í sjálfri greininni) í eru upplýsingar sem eru orðnar 20 ára gamlar og alveg hrikalega úreltar. Enda hefur margt breytst í Evrópusambandinu á þessum 20 árum síðan sú bók sem Styrmir vitnar í var skrifuð.

Hérna eru þær upplýsingar sem eru gefnar um þetta atriði á vef Evrópusambandsins.

EU law is divided into ‘primary’ and ‘secondary’ legislation. The treaties (primary legislation) are the basis or ground rules for all EU action.

Secondary legislation – which includes regulations, directives and decisions – are derived from the principles and objectives set out in the treaties.

The EU’s standard decision-making procedure is known as ‘codecision’. This means that the directly elected European Parliament has to approve EU legislation together with the Council (the governments of the 27 EU countries). The Commission drafts and implements EU legislation.

The Treaty of Lisbon increased the number of policy areas where ‘codecision’ is used. The European Parliament also has more power to block a proposal if it disagrees with the Council.

Decision-making in the European Union

Síðan er það einnig þetta hérna.

The EU’s standard decision-making procedure is known as ‘codecision’. This means that the directly elected European Parliament has to approve EU legislation together with the Council (the governments of the 27 EU countries).

Drafting EU law

Before the Commission proposes new initiatives it assesses the potential economic, social and environmental consequences that they may have. It does this by preparing ‘Impact assessments’ which set out the advantages and disadvantages of possible policy options.

The Commission also consults interested parties such as non-governmental organisations, local authorities and representatives of industry and civil society. Groups of experts give advice on technical issues. In this way, the Commission ensures that legislative proposals correspond to the needs of those most concerned and avoids unnecessary red tape.

Citizens, businesses and organisations can participate in the consultation procedure via the website Public consultations.

National parliaments can formally express their reservations if they feel that it would be better to deal with an issue at national rather than EU level.

Review and adoption

The European Parliament and the Council review proposals by the Commission and propose amendments. If the Council and the Parliament cannot agree upon amendments, a second reading takes place.

In the second reading, the Parliament and Council can again propose amendments. Parliament has the power to block the proposed legislation if it cannot agree with the Council.

If the two institutions agree on amendments, the proposed legislation can be adopted. If they cannot agree, a conciliation committee tries to find a solution. Both the Council and the Parliament can block the legislative proposal at this final reading.

Sessions of the European Parliament and some Council sessions can be watched live online.

How EU decisions are made, tenglar eru á vef Evrópusambandsins.

Þarna má því sjá að fullyrðingar Styrmis um það hvernig ákvarðanir eru teknar í Evrópusambandinu eru rangar og úreltar. Enda ekki annars að vænta frá mönnum sem virðast halda það að kalda stríðið sé ennþá í fullum gangi. Ég reyndar reikna með því að Evrópuvaktin fari að flytja fréttir af Sovétríkjunum innan skamms.