Haugalygi Bændasamtaka Íslands um verðlag á landbúnaðarvörum

Bændasamtök Íslands halda áfram að ljúga því að íslensku þjóðinni að íslenskar landbúnaðarvörur séu ódýrar. Á meðan staðreyndin er hinsvegar sú að íslenskar landbúnaðarvörur eru rándýrar þrátt fyrir mikla landbúnaðarstyrki. Ástæðan er auðvitað sú að á Íslandi er alger einokun á ákveðnum landbúnaðarvörum (mjólkurvörum, ostum og öðrum tengdum hlutum), síðan er fákeppni á öðrum landbúnaðarvörum. Bæði í framleiðslu og sölu. Vegna þessar fákeppni og einokun á íslenskum markaði þá er verðlag á landbúnaðarvörum hátt, gæði lítil og úrval ennþá minna.

Þær “kannanir” sem Bændasamtök Íslands gera eru því marklausar með öllu og hafa ekkert raungildi. Þetta er í raun ekkert nema áróður af hálfu Bændasamtaka Íslands og hefur aldrei verið neitt annað. Staðreyndin er sú að í Svíþjóð og Danmörku er mikil samkeppni og frjáls markaður með landbúnaðarvörur. Milli þessara landa er einnig mismunandi skattkerfi á matvöru. Sem dæmi er aðeins 7% skattur á matvöru í Svíþjóð, en aftur á móti er 25% skattur á matvöru í Danmörku. Ég þekki ekki skattaprósentuna í Noregi. Í Noregi er ekki frjáls markaður með matvöru, og þar er ástandið mjög svipað varðandi samkeppni og á Íslandi. Það sem helst munar er sú staðreynd að Norðmenn geta keyrt yfir til Svíþjóðar og verslað þar í matinn, eða tekið ferjuna til Danmerkur og verslað þar í matinn ef þeir vilja. Íslandi er enginn slíkur möguleiki til boða vegna fjarlægðar.

Í Danmörku og Svíþjóð er einnig mikið um tilboð á matvöru og eru þau stöðugt að breytast stöðugt. Það veldur því að fólk verslar oft meira en á hagstæðara verði. Slík tilboð er ekki að finna á Íslandi vegna einokunar og fákeppni á markaðinum með landbúnaðarvörur.

Sú fullyrðing að íslenskar landbúnaðarvörur séu ódýrari er ekkert nema þjóðsaga og hefur aldrei verið neitt annað.

Fréttir af þessu máli.

Íslenskar vörur oft ódýrari í krónum talið (Vísir.is)