Nýjasti brandarinn frá Heimssýn

Í Heimssýn er fólk sem heldur að það sé voðalega alþjóðlegt, en er það í raun ekki og hefur aldrei verið það. Af þessum sökum koma stundum ekkert nema greinar sem teljast ekki neitt annað en bara brandarar. Hérna er dæmi um eina slíka grein.

Heimssýn eru víðsýn samtök. Þess vegna gerði tíðindamaður samtakanna sér far um það þegar hann átti þess kost að fara um nokkrar borgir í Mið-Evrópu að hlusta á rök heimamanna. Það sem kom á óvart var að þau voru flest á einn veg og það var viss beygur í fólki. Myntsamstarfið hefur leikið lönd Evrópu með misblíðum hætti. Sum hafa blómstrað eins og Þýskaland. Önnur hafa ekki komist almennilega á skrið, eins og Slóvakía. […]

Raddir Evrópu, Heimssýn þann 14. Nóvember 2011.

Það er staðreynd að Heimssýn eru allt annað en víðsýn samtök. Heimssýn sem samtök vinna að og hafa alltaf unnið að einangrun Íslands. Þetta sést núna best á því að margir af þeim sem taka þátt í starfi Heimssýnar hafa alltaf verið á móti alþjóðlegu samtarfi. Gildir þá einu hvað það heitir. Þetta fólk var á móti EFTA á sínum tíma, síðan var það á móti EES samningum á sínum tíma. Í dag er það síðan á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er einfaldlega ekki hægt að taka mark á fólk sem hefur það eitt að markmiði að draga úr lífskjörum og tækifærum íslendinga. Slíkt er að vinna gegn sínum eigin hagsmunum, og það telst ekki vera skynsamlegt.

One Reply to “Nýjasti brandarinn frá Heimssýn”

  1. Hvað er félagsskapur , sem vill alls ekki að venjulegur íslendingur geti spókað sig í Evrópu sem evrópumaður, að gera í Evrópu ?

    Jú, þú mátt ekki bara ég !!!!!

    Eigendafélag bænda og kvótagreifar innan LÍÚ sjá um að svo sé !

Comments are closed.