Öfga-nýfrjálshyggjan í Andríki tjáir sig um umsókn Íslands að Evrópusambandinu

Öfgaklúbburinn Andríki, sem hefur það að markmiði að einkvæða allt á Íslandi og selja allt á Íslandi hæstbjóðanda hefur núna í aðdragana landsfundar sjálfstæðisflokksins tjáð sig um hugsanlega Evrópusambands aðild Íslands. Í þeim tilgangi var pöntuð könnun með leiðandi könnun varðandi Evrópusambandið. Þetta minnir um margt á þetta hérna atriði sem kom fram í áramótaskaupinu árið 2002.

Þetta atriði byrjar á 08:26 mínótu.

Staðreyndin er sú að ekki er hægt að treysta neinu sem kemur frá andstæðingum Evrópusambandsins. Þar sem markmiðið hjá þessu fólki er ekki að veita upplýsingar. Heldur að valda skipulögðum ótta með lygum og tómri þvælu um starfsemi Evrópusambandsins. Svona kannanir eru hluti af þessum áróðri. Samtök eins og Andríki eru í þeim hópi sem hefur hvað lengst tekið undir hugmyndafræði Davíðs Oddssonar. Sú hugmyndafræði olli meðal annars efnahagshruninu á Íslandi, svo einhver dæmi séu nefnd.

Fréttir af þessu.

Fleiri vilja hætta við umsókn (mbl.is)
Flestir vilja slíta viðræðum (Vísir.is)
Helmingur vill hætta við umsókn (Rúv.is)