Talsmáti Jóns Vals, kaþólsks öfgamanns

Jón Valur er öfgamaður í íslenskri umræðu. Hann er kaþólskur að sið og hatar mannréttindi, kvenréttindi, útlendinga, samkynhneigð, lýðræði, samvinnu þjóða yfir landamæri (Evrópusambandið þó sérstaklega), aðra öfgamenn og síðan fólk sem ekki er sammála honum (og örugglega eitthvað fleira sem ég þekki ekki á þessari stundu).

Talsmáti Jóns Vals um þá sem styðja Evrópusambands aðild Íslands eru æði merkilegur. Hérna er gott dæmi.

[…] heldur miklu fremur eitt af Trjójutrippum Evrópusambandsinnlimunarstefnunnar […] Hvernig er með Andrés Pétursson, hefur hann komið þvi í verk að segja sig úr Framsóknarflokknum og færa sig í betur viðeigandi umhverfi fyrir Esb-talbrúður? […]

Jón Valur Jensson, 27 Nóvember, 2011. Rökrétt ákvörðun Kristbjargar Þórisdóttur að segja sig úr Framsóknarflokknum

Jón Valur hefur einnig þá stefnu að banna alla sem hann er ekki sammála, sem trúa ekki á guð eða eru jafnvel ekki í sömu kirkju og hann. Enda er það svo að Jón Valur þjáist að banvænum skorti af umburðarlyndi og víðsýni. Það er þó merkilegast, að þegar Jón Valur leyfir sér svona talsmáta um fólk. Þá verður hann alveg snar vitlaus þegar honum er svarað í sama tón og hann leyfir sér að tjá sig um annað fólk. Hérna er gott dæmi um það (sjá athugasemdir við bloggfærsluna).

Það sem er þó verst að Jón Valur er ekkert einn um svona öfgar á Íslandi. Það er fólk þarna úti sem hugsar alveg eins og Jón Valur. Eini munurinn er að það skrifar ekki blogg og tjáir sig lítið opinberlega. Það kýs þó alltaf öfgafyllstu öfgamennina í kosningum á Íslandi þegar þær eru. Þetta er auðvitað ekkert annað en skelfileg staðreynd og lítið annað.

Þeir sem halda að það borgi sig að hunsa Jón Val og hans líka hafa rangt fyrir sér. Þannig vex svona hópur af fólki. Það verður að berjast gegn öfgum hvar sem þær koma upp, alveg óháð formi og stærð. Aðeins þannig er hægt að koma í veg fyrir vöxt öfgahópa og öfgafólks á Íslandi.