Innanríkisráðherra laug að fjölmiðlum og almenningi á Íslandi

Það má augljóst vera að þó svo að Ögmundur Jónsson sé í Vinstri Grænum. Þá aðhyllist hann verstu gerð af stjórnmálum sem hægt er að finna. Ögmundur aðhyllist nefnilega stjórnmál sem byggja á populisma. Þar sem Ögmundur tekur oftast ákvarðanir sem byggja eingöngu á því sem hann telur líklegast að falli íslensku þjóðinni í geð, eða sé falið til vinsælda hjá íslendingum. Slík stjórnmál eru ekkert ný á Íslandi, en maður bjóst ekki við að þessi plága væri svona djúpt inn í Vinstri Grænum. Þar sem Jón Bjarnarson hefur einnig stundað þetta í einhverjum mæli, þó minna sé. Þingmaðurinn Guðfríður Lilja stundar einnig vinsældarstjórnmál í gríð og erg þessa dagana, eins og augljóst er í fréttum af málflutningi hennar.

Samkvæmt hinu ný-frjálshyggju vædda Morgunblaði. Þá hefur Ögmundur nú þegar veitt fjórar undanþágur til útlendinga utan EES/ESB + Sviss varðandi kaup á jörðum á Íslandi.

[…]

Fjórar undanþágur í ár

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa 24 undanþágur verið veittar útlendingum frá löndum utan EES til fasteigna- og jarðakaupa hér á landi frá árinu 2007. Þar af voru 21 leyfi til fasteignakaupa, tvö til kaupa á sumarhúsalóðum og eitt leyfi var veitt til kaupa á 15 hektara jörð. Flestar undanþágurnar voru veittar árið 2007, eða níu, og það sem af er þessu ári hafa fjögur leyfi verið veitt. Bandaríkjamenn eru fjölmennastir í þessum hópi, en umsóknir koma víða að og hafa sumir fengið leyfi oftar en einu sinni á þessu tiltekna tímabili.

Morgunblaðið, 29 Nóvember, 2011. Fréttaskýring: Fjöldi eigna í eigu aðila utan EES

Sú útskýring Ögmundar um að lögin hefðu fallið um sjálfan sig ef að hann hefði veitt Huangs Nubos er því ekkert nema lygi Innanríkisráðherra um þetta mál. Ögmundur sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur því logið að þjóðinni, þinginu og samráðherrum sínum í ríkisstjórn Íslands um þetta mál. Bara þetta eitt og sér er afsagnarvert. Málsmeðferð Ögmundar er einnig mjög léleg, og jafnvel brot á góðri stjórnsýslu og starfsemi ráðherra á Íslandi. Annað atriði sem er afsagnarvert og vel það.

Þetta hérna hjá Ögmundi, er lygi og markleysa.

[…]

Orðrétt sagði Ögmundur eftir fundinn: „Það er ekki unnt að verða við þessari beiðni kínverska hlutafélagsins. Þetta er ekki einstaklingur í rauninni sem er að óska eftir landakaupum heldur er þetta hlutafélag sem [Huang Nubo] er einn af helstu eigendunum í. Hlutafélagið uppfyllti ekki þau skilyrði sem eiga að vera fyrir hendi. Þá er einnig á það að líta að meginreglan í lögunum er sú að landakaup þegna utan EES-svæðisins eru ekki heimil en það er engu að síður hægt að veita undanþágu frá þessari meginreglu. Hér er um að ræða landakaup af þeirri stærðargráðu og slíku umfangi að ef heimild hefði verið veitt eða undanþága þá má segja að þessi lög væru farin. Það er ljóst að sá sem sækti um eftir þetta hann myndi hljóta að fá heimild til kaupa einfaldlega vegna þess að fordæmið væri slíkt.“

[…]

Rúv. 25. Nóvember, 2011. Huang fær ekki Grímsstaði

Það er augljóst að einhver þarf að lesa Ögmundi pistilinn, og það rækilega. Vegna þess að svona haga menn sér einfaldlega ekki. Sérstaklega ekki ef að þeir eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands.