Hver innheimtir þá tollmeðferðargjald ?

Í frétt frá 5. Desember 2011 er talað um þá staðreynd að margir íslendingar sem panta sér vörur af internetinu þurfa að borga hærra tollmeðferðargjald en sem nemur sjálfum tollinum (auk 25,5% vsk). Tollurinn hefur harðneitað að hann standi í því að innheimta þetta tollmeðferðargjald. Engu að síður er þetta tollmeðferðargjald innheimt og það er 550 kr á sendingu fyrir einfalda E3 Póstaðflutningsskýrslu. Íslandspóstur segist rukka fyrir tollmeðferðargjald á vefsíðu sinni. Þar kemur þó ekki fram hvort að Íslandspóstur rukkar fyrir sjálfan sig eða Tollin.

Hinsvegar samkvæmt svari sem var gefið á Alþingi núna fyrr í Desember. Þá er það Íslandspóstur sem innheimtir þessi gjöld af tollsendingum á Íslandi. Það gæti þó verið rétt. Þó svo að svarið sé ekki skýrt á vefsíðu Íslandspósts.

Þess má geta að ef íslendingar yrðu aðildar að Evrópusambandinu. Þá mundu þessi gjöld falla niður af póstsendum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Enda engir tollar lagðir á vörur sem eru pantaðar frá öðrum Evrópusambandsríkjum. Þessi gjöld yrðu þó ennþá innheimt af vörum sem væru pantaðar frá ríkjum sem standa fyrir utan Evrópusambandið (Noreg, Sviss, Bandaríkin osfrv).