Hugmyndafræði einangrunar Íslands

Á Íslandi er fólk sem stundar þá hugmyndafræði að best sé fyrir íslendinga að loka sig af frá heiminum. Eins og var í reynd raunin með Ísland eftir seinna stríð. Þetta er þá tímabilið eftir að Marshall aðstoðinni er lokið. Þá voru innleidd í lög innflutnings og gjaldeyrishöft. Niðurstaðan af þeim varð spillt þjóðfélag, þar sem þeir sem áttu peninga fengu sitt fram. Þetta átti sérstaklega við fólk sem var með völd einhverstaðar í íslensku þjóðfélagi. Frekari afleiðingar af þessu spillta kerfi var hlutaskiptakerfi stjórnmálaflokkana. Þá sérstaklega þeirra sem voru við völd á Íslandi. Í þessu tilfelli er það sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn sem hafa verið við völd á Íslandi meirihlutan af lýðveldistímanum.

Í dag, árið 2012 er til fólk sem lifði þessa tíma og þetta fólk hefur síðan árið 1970 barist gegn auknum alþjóðlegri samvinnu íslendinga. Þá sérstaklega við Evrópu. Þetta fólk lítur hinsvegar oft á tíðum á Bandaríkin sem bjargvætt og vill frekar ganga þeim á hönd og gera Ísland að ríki innan ríkjasambands Bandaríkjanna. Þetta fólk berst síðan gegn því að íslendingar tengist þessum ríkjsamböndum (unions) nánari tengslum, eða jafnvel gangi inn í þau eins og hagstæðast er að gera út frá hagsmunum sjálfra íslendinga.

Á vinstri vægnum er það fólk sem studdi Sovétríkin (og þá hugmyndafræði sem var þar á bak við). Þetta fólk hefur núna í dag verið andstætt allri þróun í utanríkissamskiptum Íslands síðan árið 1970 og árin þar á undan. Í dag berst þetta fólk gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu af fullum krafti. Þá í gegnum samtök sem kallast Heimssýn. Í Heimssýn hafa komið síðan hægri menn, bæði öfgamenn og aðrir. Ásamt því að vinstri öfgamenn hafa tekið sér þar bólfestu eins og búast mátti við. Hugmyndafræði Heimssýn er að stuðla að einangrun Íslands. Boðskapurinn út á við er hinsvegar sá að Íslendingar geti staðið á sínum eigin fótum, án samvinnu eða samskipta við löndin í kringum okkur. Þetta boðar Heimssýn þó án þess að útskýra það fyrir almenningi á Íslandi hvernig þetta á að virka í raun eða færa fyrir þeim rök. Enda er ekki nóg að tala bara um hlutina, það verður líka að framkvæma þá og það getur verið æði oft erfitt að standa við það sem búið er að lofa. Eins og Heimssýn talar í raun um

Annar boðskapur Heimssýnar er sá að Evrópusambandið sé lokað og að íslendingar eigi að einbeita sér að því að hafa samskipti við heiminn í kringnum sig. Fullyrðingin um Evrópusambandið hefur aldrei verið sönnuð að hálfu Heimssýnar. Enda ekki við öðru að búast. Hérna er á ferðinni fullyrðing sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Heimssýn hefur ennfremur ekki útskýrt hvernig íslendingar eiga að hafa samskipti við heiminn í kringum sig, ef að íslendingar vilja ekki taka þátt í neinu af því samstarfi sem þar er stundað. Þá í gegnum Evrópusambandið, Fríverslunarsamband Evrópu (EFTA). Innan Heimssýnar er fólk sem vill að íslendingar hefji viðræður um NAFTA. Eitthvað sem er blautur draumur hægri aflanna á Ísandi, og innan Heimssýnar líkar. Gallin er bara sá að hvorki Bandaríkin, Kanada eða Mexíkó hafa áhuga á að hefja viðræður við Ísland um hugsanlega aðild þeirra að NAFTA. Þetta er bara draumur hægri manna á Íslandi sem dýrka allt það sem nandarískt er, og er ennfremur gjörsamlega úr gjörsamlega úr sambandi við raunveruleikan eins og hann snýr að íslendingum.

Staðreyndin er nefnilega sú að möguleikar íslendinga til alþjóðlegra samskipta eru, og hafa alltaf verið mjög takmarkaðir. Íslendingar hafa aðgang að Evrópu, enda eru íslendingar evrópuþjóð og hafa alltaf verið það. Það mun ekkert breytast í næstu framtíð, og víst má vera að möguleikum til alþjóðlegra samskipta fari fækkandi kjósi íslendingar að einangra sig frá umheiminum, og þar með dragast aftur úr í lífsskilyrðum, framleiðini og útflutningi.

Dýrkun á Íslensku krónunni er einn hlutur sem Heimssýn og fleiri andstæðingar Evrópusambandsins keyra á í málflutningi sínum. Síðustu mánuði þá hefur Heimssýn og flókið sem þar stendur á bak við fullrt að evran sé hrunin og allt sé að fara til fjandans á Evrusvæðinu. Það eru vissulega vandamál á evrusvæðinu, eins og allir vita sem ekki hafa verið að búa undir steini síðustu mánuði. Allt tal um hrun er hinsvegar fásinna. Allt tal um að Grikkland yfirgefi evruna er einnig fásinna og byggir ekki á neinum haldbærum staðreyndum.

Í hópi andstæðinga Evrópusambandsins og evrunnar á Íslandi. Þá er því haldið stöðugt fram að íslenska krónan hafi ekki hrunið haustið 2008. Þrátt fyrir að gögn um annað séu allstaðar til og einfaldlega aðgengileg hverjum þeim sem vilja kynna sér málið. Staðreyndin er sú að íslenska krónan er ekki bara nýlega ónýt. Heldur er íslenska krónan búin að vera ónýt síðan árið 1981, eða fljótlega eftir að íslendingar tóku tvö núll af krónunni það árið.

Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Fyrsta ástæðan er verðtrygging sem er á öllum húsnæðislánum á (fram til ársins 2011) Íslandi. Þessi verðtrygging tryggir það að skuldir vaxa meira en sem nemur eignarhlut fólks í því húsnæði sem það kaupir. Verðtrygging er í raun ekkert nema vextir sem eru tengdir verðhækkunum samkvæmt vísitölu. Þessir vextir eru frá svona 5% og upp í 8% eftir verðbólgunni þann mánuðinn. Önnur ástæða þess að íslenska krónan er ónýt og hefur alltaf verið er sú staðreynd að gengisfellingar hafa kerfisbundið grafið undan íslensku krónunni og kaupmáttinum sem fylgdi henni. Gengisfellingar hafa verið skipulagður þáttur í hagkerfi íslendinga síðan fyrir árið 1970, og eftir árið 1981 þá hafa gengisfellingar lækkað kaupmátt og aukið verðbólguna sem um munar. Enda var það svo að árið 1981 þá stóð íslenska og danska krónan eiginlega á pari eftir að hafa ekki gert það síðan árið 1918. Þegar íslenska og danska krónan voru aðskildar að borði og sæng.

Á þetta er ekkert minnst í málflutningi þeirra sem standa gegn Evrópusambands aðild Íslands. Það er ennfremur aldrei minnst á þá staðreynd að þessar aðferðir munu valda viðvarandi vaxtamismun á milli Íslands og nágrannaríkja okkar. Þessi vaxtamunur hefur alltaf verið vandamál fyrir íslendinga. Einnig sem að stöðugar sveiflur á gengi íslensku krónunar hafa alltaf verið vandamál, og hafa í raun aldrei verið til friðs. Þetta mun ekki breyast ef að íslendingar halda áfram að nota íslensku krónuna. Sé eingöngu miðað við afrekasöguna síðustu 40 árin.

Hugmyndafræði pólitískrar og efnahagslegrar einangrunar Íslans byggir á gömlum grunni. Þessi grunnur nær jafnt til vinstri og hægri flokka á Íslandi. Sem hafa stutt hugmyndafræði sem er running á tíma, og komin í blindgötur á Ísandi fyrir löngu síðan.

Það kerfi sem íslendingar hafa komið sér upp hefur alið af sér spillingu, sérhagsmuni, einokun, verðtryggingu, ójöfnuð, pólitíska spillingu, mannréttindarbrot (samkvæmt S.Þ) og fleira í þeim dúr. Það er á ábyrgð íslendinga og engra annara að breyta þessu. Það sem er þó alveg ljóst að þessi breyting mun ekki verða án sársauka og jafnvel kollsteypu. Hinsvegar er það stundum bara það sem þarf að gerast. Aftur á móti gerist þetta stundum ekki, og tilveran heldur bara áfram án þess að nokkur skapaður hlutur breytist á Íslandi.