Haftyrðla á Hvammstanga

Ég fann í dag Haftyrðlu á Hvammstanga þegar á var á gangi heim úr sparisjóðnum. En fuglinn var kominn langt inní bæinn og gat ekki hafið sig til flugs af jörðinni. Enda er þetta sjávarfugl. En fuglinn var á götunni og var í stórhættu af bílum og köttum sem eru í bænum.

Ég fór með fuglinn heim, enda vissi ég ekki hvaða tegund þetta var. En þar sem ég heima í blokk þá stoppaði ég við hjá afa og sýndi honum fuglinn. En afi hafði séð þennan fugl í Morgunblaðinu og bar því strax kennsl á hann. Því var ákveðið að hann mundi skulta mér niður á höfn svo að ég gæti sleppt fulginum í sjóinn. Enda á fuglinn þar heima. Nokkrum mínótum síðar sleppti ég fuglinum í smábátahöfninni, enda best aðgengi þar og ég sá ekki betur en að fuglinn vær mjög ánægður með það að vera kominn aftur í sjóinn. En þar gat hann synt um og væntanlega fundið sér eitthvað ætilegt. En ég veit ekki hvað þessir fuglar borða.

Ég veit ekki hversu oft þessir fuglar hafa sést hérna á Hvammstanga, en þó væri gaman að fá að vita það. En samkvæmt fréttum þá hafa þessir fuglar verið að hrekjast hingað til lands, líklega undan vindi, frétt Rúv.is, Haftyrðlar á landinu.

Hérna er mynd af umræddri fuglategund. Myndin er af vef Rúv.is.

Haftyðla