Þegar hlutir ganga ekki upp í fyrstu tilraun

Fyrir ári síðan þá var ég að undirbúa flutning til Danmerkur á fullu. Pakka saman í kassa búslóðinni og allt þetta sem fylgir því að flytja til Danmerkur. Ástæður mínar fyrir því að flytja til Danmerkur eru efnahagslegar og félagslegar. Enda er það mitt mat að ég á mjög lítið sameiginlegt með íslenskri menninu. Hvort sem það er í þröngum eða víðum skilningi þess orðs. Af þeim sökum þá tók ég þá ákvörðun árið 2010 að flytja til Danmerkur. Sú áætlun er reyndar eldri en að ég hafi tekið þessa ákvörðun árið 2010. Ég hafði verið að skipuleggja þetta í rólegheitum frá árinu 2007, þegar ég skrapp í smá ferð til Danmerkur og fann það út að ég kunni bara mjög vel við mig þar. Af margvíslegum ástæðum þá ákvað ég hinsvegar ekki að koma þessari áætlun af stað fyrr en haustið 2010. Þegar ég hafði fengið meira en nóg af íslenskri menningu, íslenskum hugsunarhætti og íslensku þjóðfélagi. Ég gat ekki, og ég get ekki ennþá í dag lifað sáttur á Íslandi. Einnig er það þannig að menntamál verða væntanlega einfaldari fyrir mig í Danmörku en á Íslandi. Enda reikna ég með að klára framhaldsskólan og allt mitt háskólanám í Danmörku á næstu árum. Hversu langan tíma þetta tekur veit ég ekki ennþá. Það mun koma niðurstaða í það þegar ég er kominn til Danmerkur og Sønderborg-ar.

Því miður varð það svo að þetta gekk ekki upp hjá mér í fyrstu tilraun. Þannig að ég þurfti að flytja aftur til Íslands í Júní 2011. Þó hafði ég eingöngu skipulagt þann flutning þannig að ég ætlaði mér eingöngu að lifa eins ódýrt og hægt væri á meðan ég væri á Íslandi. Enda var ástæða þess að ég þurfti að flytja aftur til Íslands skuldir, og ekkert annað. Ég ákvað því við flutningin til Íslands núna í Júní 2011 að borga niður allar mínar skuldir og flytja síðan aftur til Danmerkur. Það tókst hjá mér, og næsta skref er núna í fullum undirbúningi. Það skerf er að flytja aftur til Danmerkur. Ég reikna fastlega með að því skrefi verði endanlega lokið á tímabilinu Maí til Júlí. Það veltur samt á því hvenar ég fæ íbúð í Sønderborg, þar sem ég ætla mér að búa. Í þetta skiptið þá tryggi ég að þetta mun ganga upp hjá mér. Ég reikna hinsvegar alls ekki með að þetta verði einfalt. Reyndar reikna ég með að þetta verði þrælerfitt og vel það. Enda er ég ennþá að mestu leiti eingöngu með örorkubætur sem tekjur, og oft á tíðum ekkert annað og örorkubætur eru ekki miklar tekjur í dag. Sérstaklega í dönskum krónum talið.

2 Replies to “Þegar hlutir ganga ekki upp í fyrstu tilraun”

  1. Hefurðu íhugað að flytja þar sem kaupmáttur örorkubótanna er umtalsverður? Búlgaría ætti til að mynda að vera hagstætt í þeim efnum.

Lokað er fyrir athugasemdir.