Kristinn Petursson ritskoðar

Bloggarinn og fyrrverandi þingmaðurinn Kristinn Petursson ritskoðar bloggið hjá sér, sérstaklega þessa færslu og væntanlega fleiri. Sérstaklega athugasemdir sem falla honum ekki í geð og hann virðist einnig ritskoða fólk sem er honum ósammála. En hann eyddi út tveim athugasemdum frá mér, í þeirri fyrri stakk ég uppá því að færa Biskupstofu til Jan Mayen, enda er hún best geymd þar. Í þeirri seinni varaði ég hann við þessari ritskoðunarinnar tilhneigingu sem hann virðist þjást af og ég sagði honum einnig frá því að ég mundi taka mynd af svarinu sem afrit.

En maðurinn lét sér ekki segjast og fjarlægði athugasemdina mína þrátt fyrir það. Og núna er komið að skuldadögum fyrir hann. En mér sýnist þessi maður vera ágætis merki um það sem er að Alþingi í dag, þetta fólk þolir ekki mótlæti almennings og þá staðreynd að fólk er ósammála þeim. Og ef þetta fólk ætlar sér að skrifa á almennum vettvangi, þá verður það að lifa við það að ekki eru allir sammála þeim.

Hérna er mynd af þeirri athugasemd sem Kristinn Petursson eyddi út, en þarna sést að ég er bara ósammála honum. Ekkert meira.

Fólk sem hagar sér eins og Kristinn Petursson er að mínu mati aumingjar og í þessu tilfelli þá skil ég ekki hvernig þessi maður komst inná Alþingi Íslendinga. En því miður grunar mig að Alþingi sé fullt af svona aumingjum eins og Kristni Petursyni. Það er einnig mín skoðun að þeir sem ritskoða eru einstaklingar sem eru mjög hræddir við annað fólk og skoðanir þeirra. Hálfgert Bubble fólk (vísun í kvikmyndina Bubble Boy).

Það er einnig kaldhæðið að maðurinn segist vera áhugamaður um opna umræðu, vegna þess að umræðan er nefnilega allt annað en opin hjá honum.